Friday, October 08, 2004

MALTA

Nú er helginn að nálgast, með allri sinni gleði. Því miður er vinnuhelgi og ég verð að öllum líkindum að sleppa því að mæta í partý til Arthurs vinnufélaga míns í Hafnarfirði. Þar leigir hann risastórt raðhús, ásamt systur sinni. Þar er heitur pottur og slatta af heimabruggi! Já kanski ég reyni að kíkja og fái mér einn léttan öllara. Annars er stefnan tekinn á æfingu núna kl. 4.00. Taka þá létt bak og beygjur. Um kvöldið fer ég á keppnina "Drekktu betur! " , en félagar mínir þar eru, Narfi bróðir, Haldór Faaborg eða Siggi Inga efnafræðigúrú. Sú keppni gengur út á það að svara 30 spurningum skriflega og liðið sem vinnur fær bjórkassa. Svo er hin geysivinsæla bjórspurning, sem er oftast spurning númer átján. Td

18. Hver fékk bókmenntaverðlaun Nobels (Nobel Prize) árið 1944 og gaf einnig út Íslendingasögurnar í heimalandi sínu

svar: Johannes V. Jensen (auðvitað, þetta á ég að vita, enginn bjór í þetta skiptið)

Það má því nærri geta að ég kunni ekki öll hundrað nöfnin utanað.....

1901 Rene Sully (FRA)
1903 Bjornsterne Björnsson (NOR)
1953 Sir Winston Churchill (UK)
1954 Ernest Hemingway (U.S)
1955 HALLDÓR.......
1956 Juan Ramón Jiménez (Spain)
2004 Elfriede Jelinek (Austria)

Já, ég mun fjalla um þessa merku keppni seinna. En nánar að helginni. Ég ætla að liggja fyrir á morgun með fjarstýringuna í annari og kaldan bjór í hinni til að sjá fótbolta: England-Wales og Ísland Malta, meðal annara leikja. Vonandi gengur vel hjá okkar mönnum. Ég hef því miður ekki húmor fyrir einhverju tapi. En ætla reyndar að spá því að Svíar eigi eftir að flengja okkur. Þá ætla ég að leyfa mér að skella uppúr.

Malta-Ísland 2-0
Ísland - Svíþjóð 0-5

Nokkrar staðreyndir

Malta
stærð 316 sq km (103.000 sq km Ísland)
fjöldi 400.420 (280.798)
höfuðborg Valletta 194.200 (Reykjavík 184.200)
tungumál maltese & english
besti leikmaður leikur með Mansfield í ensku 2. deildinni

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home