Friday, April 18, 2014

Byrjanir í Víkingaskák

Byrjanir í Víkingaskák eru nokkuð ólíkar þeim sem tefldar eru í klassískri skák. Ì skák byrjar baráttan strax í upphafi leiks. Hvítur leikur 1. e4 og svartur svarar með 1..e5 og baráttan um miðborðið hefst strax við fyrsta leik, þar sem svartur keppist við að jafna taflið. Í Víkingskák hefst baráttan ekki við fyrsta leik, heldur tekur lengri tíma að koma mönnum í spilið og að láta sverfa til stáls gegn andstæðingnum. Samt eru grundvallarlögmálin sömu í báðum skákunum. Að berjast um miðboðið, koma mönnum sínum í leik, fara út í miðtafl og síðar endatafl. Byrjanir í Víkingaskák eru ekki hefbundin utanbókalærdómur eins og í skákinni, heldur er mönnunum stillt upp í ákveðnar stöður og hægt er að leika meira en 25 leiki áður en maður getur skipt upp á mönnum. Hèr verða kynntar til leik nokkrar byrjunauppbyggingar sem hafa verið að þróast meðal Vìkingaskákmanna frá því um aldarmótin.

I.  Freysbyrjun er kennd við son Njarðar sem var einn mestur goða.  Freyr réð fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar.  Freysbyrjun hefur verið mikið tefld, en hún snýst um að koma mönnum út eins fljótt og hægt er og skapa meira rými, en í lokaðri byrjunum.  Biskupunum er leikið eins langt út og hægt er til að skapa rými og riddurunum er stillt upp bak við peðakeðjuna, Rc3 og Rg3 og Víkingurinn er settur á d3. Ókosturinn við byrjunina, er sá að riddararnir á c3 og g3 (c7 og g7) verða oft fyrir árás frá Víkingnum ef menn huga ekki að sér.  Víkingurinn getur td. setta á riddarana bæði á a3 og i3 og þá fellur annar riddarinn fyrir Víking, sem eru slæm skipti í Vìkingaskák, því Víkingurinn er mun lakari taflmaður, en biskupinn og riddarinn, sem eru svipaðir að styrkleika.  Það fer þó eftir stöðunum hvort biskupinn eða riddarinn eru öflugri..



II.  Lokabragð sem kennt er við Loka Laufeyjarson sem var hálfur ás og hálfur jötunn.  Lokabragð er stórhættuleg byrjun, þar  sem riddaranum (riddurunum) er leikið út með því markmiði að skáka andstæðingnum á e7 reitnum (eða e3 reitnum).  Skákin vinnst oft mjög fljótt ef andstæðingurinn er ekki á varðbergi við þessum stórhættulegu riddaralekjum.  Ókosturinn við byrjunina er sá, að ef vörnin er spiluð hárrétt, þá tapar hvítur í þessu tilviki mörgum tempóum og missir frumkvæðið til svarts.  Frumkæði í Víkingskák skiptir samt mun minna máli en í klassískri skák, það sem talið er.


III.  Óðinsbyrjun snýst um að leika mönnunum styttra út, en í Freysbyrjun.  Mennirnir eru oft leikið styttra, m.a biskupinn á b4 eða f3.  Riddarinn fer á e2 og c3 sem dæmi.  Ókosturinn við byrjunina er sá að menninrar standa þrengra, en í opnari byrjunum.


IV.  Þórsbyrjun sem kennd er við þrumuguðinn Þór sem er sterkastur allra ása.  Byrjunin er svipuð og Óðinsbyrjun, þar sem mönnunum er leikið styttra út og Víkingurinn býður rólegur á sínum upphafsreit, meðan liðskipanin fer fram. Ókosturinn við byrjunina er sá að mennirnir standa þrengra en í öðrum opnari byrjunum.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home