Saturday, October 09, 2004

DREKKTU BETUR!

Er orðin anzi húkt á keppninni drekktu betur. Hef sett stefnuna á að vinna hana á næstunni. Hef gert 12. mánaða þjálfunaráætlun. Þangað til sætti ég mig við að vinna bjórspurninguna. Hef alltaf verið mikill keppnismaður og þoli ekki að tapa, eins og flestir.....
Í gær klúðruðum við Halldór bjórspurningunni, enn einu sinni. Hún hljómaði svona:

18. Hvaða bjórtegund auglýsir fóboltafélagið FC-Copenhagen á búningum sínum?
svar: Chalsberg bjór!

Við vorum byrjaðir að skrifa nafnið á þessum eðalbjór, þegar við fengum þá fáránlegu hugmynd, að þetta væri of augljóst. Hinir tveir kostirnir voru Tuborg og Faxe. Þetta hlýtur að vera Faxe, vegna þess að í þessu felst brella, hvísluðum við hróðugir og strikuðum yfir Chalsberginn! Annars vildi ég leyfa Halldóri Faaborg að eiga síðasta orðið um þessa spurningu, enda frægur Danmerkurfari (ekki danafari, en það orð notaði ég á Stevegymsíðunni og var skammaður mikið fyrir í kjölfarið)

Annars voru spurningarnar frekar léttar. Við fengum 11. spurningar réttar af 30. spurningum og hefðum getað gert betur í nokkrum (þarmeðmeðtalið bjórspurningunni) og hefðum í besta falli átt að fá 18. rétta. Keppninn vanst á 20. réttum. Hinar spurningarnar voru eitthvað á þessa leið:

1. Hvað heitir fyrsta plata stúlknasveitarinnar Nylons?
2. Hvað hét fyrsta smáskífulag Jimmy Hedriks? Hey Joe
4. Hvar var HM í knattspyrnu 1986? Mexico
8. Með hvaða 3. liðum lék Heimir Guðjóns áður en hann fór til FH? KR, KA og IA
osf

1 Comments:

Blogger Gunz said...

Gangi þér vel í framtíðinni, ekki drekka þig í hel

7:10 AM  

Post a Comment

<< Home