Monday, October 18, 2004

GRAND

Helgin hjá mér hófst á föstudagskvöldið á Grand Rokk. Ég var mættur þar um kvöldið til að keppa í drekktu betur. Því miður gátu félagarnir ekki mætt, en það er skylda að hafa tvo í liði. Ég hafði samband við Sigga Ing, Halldór Faaborg, Narfa, Tomma Björns, Lárus Knúts og Kjartan Guðmundsson, en þeir létu flestir ekki ná í sig. Þannig að ég varð að keppa einn, sem reyndar er ólöglegt. Ég reyndi við bjórspurninguna, en það gekk ekki í þetta skipti. Hún hljómaði svona:

18. Hlómsveitin Rolling Stones sækir hugmyndina í nafnið sitt í blúslag. Hvað heitir lagið og hver er flytjandinn?

Aðrar spurningar voru frekar vitlausar. Hvað eiga margir jarðarbúar afmæli á hverjum degi? Maður þurfti í fyrsta lagi að vita hversu jarðarbúar væru margir og deila í það með 365. Átta miljarðar deilt með þjúhundruð sextíu og fimm...8.000.000.000:365. Eru jarðarbúar ekki annars 8. milljarðar? Spurt var einnig, hvaða sjálfstætt ríki fær flest af bréfum sent til sín? Svarið var ekki, Rússland, USA, Kína eða Indland. Heldur var spyrillinn að fiska eftir Vatikaninu. Sennilega var hann að tala um hlutfallstölu, því Vatikanið er minnsta ríki heims að flatarmáli og það fámennasta. Annars voru spurningarnar voru frekar erfiðar og ónákvæmar og voru sérsniðnar fyrir mann um 50 ára og eldri, enda varð það rauninn. Sigurvegarar kvöldsins voru tvær bjórbambir um fimmtugt. Ég lét mig hverfa flljótlega, enda er ég allveg hættur að fá mér bjór, nema ég vinni verðlaun. Í DV um helgina var grein um keppnina, en sú var haldin þarsíðustu helgi. Hún er nokkuð skemmtileg, en þar vinnur blaðamaðurinn báða bjórkassana, ásamt félaga sínum. Tveir bjórkassar voru í verðlaun, vegna þess að kassinn gekk ekki út helgina áður. Nokkrar myndir fylgja greininni, meðal annars er mynd af Faaborg og mér, en hún er svo óskýr að til skammar er fyrir DV. Halldór þekkist þó ef vel er rýnt í myndina.

2 Comments:

Blogger Gunz said...

Þetta var ágætisgrein í helgarútgáfu DV, en myndin er ekki birtingarhæf. Ætla reyndar að redda mér eintaki. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í blöðin. Hvað þá DV!

12:44 PM  
Anonymous vicky razai set said...

Aðrar spurningar voru frekar vitlausar. Hvað eiga margir jarðarbúar afmæli á hverjum degi? Maður þurfti í fyrsta lagi að vita hversu jarðarbúar væru margir og deila í það með 365.
wholesale salwar kameez ,
fully stitched salwar suits wholesale ,

2:57 AM  

Post a Comment

<< Home