Monday, October 18, 2004

Bjór og fótbolti

Helgin hjá var átakalítil. Ég hóf laugardaginn með fótoltaglápi. Sá meðal annars Man. Utd, skúnkast í jafntefli. Síðan sá ég mína menn Man. City vinna flottan sigur á Chelsea. 'Ég er yfirleitt vanur að halda með Eiði Smára hinum léttfeita, en á móti Man. City og Newcastle geri ég það ekki. Annars er ég farin að vorkenna Eiði. Hann hefur ekkert skorað síðan í sínum fyrsta leik. Um kvöldið fór ég í afmæli til Ólafs, sem er mágur Deng. Ég stakk af úr afmælinu til að heimsækja Bjarka Geysi og við horfðum saman á mína menn í Barca vinna litla liðið í Espanol, í frekar tilþrifalitlum leik, þar sem fótboltabullur í Espanol stálu senunni, með því að ganga berseksgang. Góður sigur hjá Barca, sem er að stinga af í spænsku deildinni, eins og Arsenal á Englandi. Ég datt í bjórinn, sem mér var boðið og hef sennilega drukkið átta stykki, þegar ég kom heim kl 2.00 um nóttina. Skrapp aðeins á thailenska skemmtisataðinn og Miðbar, þar sem við tefldum nokkrar skákir við Harald Baldursson og Jónas Einkunnameistara Jónasson, sem varð nokkuð æstur að vanda. Gleymdi síðan að horfa á endurflutning af bardaga Roy Jones jr, þegar ég kom heim. En ég sofnaði einmitt yfir honum um daginn, en þá var ég á vaktinni á Kleppnum!
The image “http://home.t-online.de/home/oberboersch/images/kleppur.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home