Tuesday, October 12, 2004

Brjálað vinnuparty

Ég komst sem betur fer ekki í vinnustaðaparty helgarinnar, því ég var á næturvakt, en eins og vanalega var vel drukkið og dansað. Síðan var haldið niðrí bæ, Þar sem vinnufélagarnir fengu heldur betur að finna til tevatnsins, en tveim geðdeildarfulltrúum var fleygt út af veiðistaðnum Viktor. Reyndar eru vinnuparty hin síðari ár bara barnasamkomur í samanburði við þá tíma þegar Gummi Landkynning var að vinna á deildinni. Í einu af fínni samkvæmum deildarinnar, sem haldið var hjá virtum sálfræðingi vestur í bæ, fékk Björninn eitt sinn brjálæðiskast og mölvaði meðal annars svefnherbergishurð og tuskaði svo einhverja til, þannig að það þurfti að hringja á lögregluna til að fjarlægja hann úr samkvæminu. Þetta er í eina skiptið í sögu vinnusamkvæma, sem það hefur þurft að grípa til þvílíkra örþrifaráða. Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið drjúgir að vanda, urðu þeir skelfingu losnir, þegar þeir sáu Björninn allan alblóðugan með hnefan á lofti, þá leist þeim ekki á blikuna og hringdu á víkingasveitina, sem handjárnaði Landkynninguna á höndum og fötum og báru út. Landkynningin lenti eftir það í partystraffi, sem ég held að hafi aldrei verið afturkallað. Hér sést hins vegar Arthur karlinn allur lurkum laminn eftir síðustu helgi.

The image “http://vefpostur.internet.is/Session/124616-0Krgf1T9zQJ3CeGKaFFi/WebFile/ugly%20face%201%20tile.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.





1 Comments:

Blogger Gunz said...

Já, það tekur á að vinna ssvona mörg ár, eins og sjá má á Arthuri karlinu

10:55 AM  

Post a Comment

<< Home