Monday, October 11, 2004

Zlatan á Íslandi

Það var gaman að fylgjast með prímadonunni Zlatan Ibrahimovic á blaðamannafundinum á Nordica í gærkvöldi. Maðurinn er með þvílíka stjörnustæla og hann virkaði á mann eins og lítill ofdekraður krakki, enda er sagt að hann sé hataður af flestum fjölmiðlamönnum í Svíþjóð. Hann á að hafa neitað að ræða við blaðamann frá Aftonblaðinu í gær, sem rauk við það út af fundinum í fílu. En það verður ekki af Zlatan tekið að hann er gífurlega hæfileikaríkur knattspyrnumaður, sem á eftir að bæta sig ennþá meir á komandi árum, ef hann heldur sig niðri á jörðinni. Ég spái Svíum stórsigri á miðvikudaginn (0-6), en ég tel að ekki eigi að segja þeim Ásgeir og Loga upp vegna þess að það er ekki þeim að kenna hversu lélegir okkar menn eru. Ekki er hægt að byggja upp væntingar með lið, sem nær eingöngu er skipað miðlungsleikmönnum, sem leika flestir í Norgegi og eru sjaldnast fastamenn í sínum liðum. Kanski væri ráð fyrir íslenska liðið að tjalda í vítateignum, eins og Möltubúar gerðu gegn okkur. En hvað getur maður sagt, annað á Miðvikudaginn.......
ÁFRAM ÍSLAND.

Zlatan leikur auðvitað í uppáhaldsliði mínu á Ítalíu: Juventus


1 Comments:

Blogger Gunz said...

Sá eini sem gæti rifið okkur upp er "karlinn" Fáum bara Tony Knap aftur! Er hann ekki annars örugglega á lífi?

7:12 PM  

Post a Comment

<< Home