Meira af hundrukkurum
Rakst á þetta áðan á deiglan.com. Mjög skemmtileg grein um Hennes vin minn:
Húsbrot hjá Hannesi
Þrír menn, vopnaðir sveðjum og hafnarboltakylfum, réðust í nótt inn á heimili við Hringbraut í því skyni að innheimta skuld. Árásarmennirnir létu höggin dynja á húsráðanda og fluttu hann því næst nauðugan á brott í farangursgeymslu bifreiðar hans. Athugull vegfarandi gerði lögreglu viðvart um mennina, en til þeirra sást uppi á Höfða, þar sem þeir drógu fórnarlambið í kaðli eftir svellbungu sem myndast hafði á yfirgefnu bílastæði. Hannes Hólmstein sakaði ekki, en mun allur vera heldur aumur á skrokknum.
Hannes gat gefið greinagóða lýsingu á árásarmönnunum og hafði lögreglan hendur í hári forsprakkans, Helgu Kress, undir morgunsárið. Að sögn vaktstjóra rennir lögreglan í grun um að Helga sé leigður fantur eða handrukkari sem starfi í umboði Laxnessfjölskyldunnar. Helga var samvinnuþýð við lögregluna og gaf þá skýringu að hún hafi verið send til að innheimta útistandandi skuld fyrir skjólstæðing sinn — enda skuldaði prófessorinn Laxnessfjölskyldunni klárlega afsökunarbeiðni.
Margir setja í býrnar og lýsa yfir áhyggjum sínum yfir þeirri auknu hörku sem hlaupið hefur í íslenska menningarelítu á undangengnum misserum. Skemmst er að minnast fólskulegrar árásar bókaútgefenda gegn sómakennd lesenda, þegar þeir gerðu þriggja bóka samning við Þorgrím Þráinsson.
Lögreglan hefur sérstakar áhyggjur af sókn erlendra glæpagengja til Íslands. Þannig hafa yfirvöld rökstuddan grun um að Fönix-reglan, sem starfar í Bretlandi, hafi sett sig í samband við Ljóðaútgefendur og hyggi á frekari landvinninga.
Hannes lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Aðspurður kvaðst hann ekki ætla að biðja fjölskylduna afsökunar heldur halda ótrauður áfram skrifum sínum. Þegar Flugufóturinn spurði Hannes hvort að hann hyggðist rétta fram sáttarhönd til að binda endi á skálmöldina sem ríkt hefur kvaðst hann ekki hafa geð í sér til að verða við þeirri ósk.
Hannesi stendur greinilega á Sama.
Hannes gat gefið greinagóða lýsingu á árásarmönnunum og hafði lögreglan hendur í hári forsprakkans, Helgu Kress, undir morgunsárið. Að sögn vaktstjóra rennir lögreglan í grun um að Helga sé leigður fantur eða handrukkari sem starfi í umboði Laxnessfjölskyldunnar. Helga var samvinnuþýð við lögregluna og gaf þá skýringu að hún hafi verið send til að innheimta útistandandi skuld fyrir skjólstæðing sinn — enda skuldaði prófessorinn Laxnessfjölskyldunni klárlega afsökunarbeiðni.
Margir setja í býrnar og lýsa yfir áhyggjum sínum yfir þeirri auknu hörku sem hlaupið hefur í íslenska menningarelítu á undangengnum misserum. Skemmst er að minnast fólskulegrar árásar bókaútgefenda gegn sómakennd lesenda, þegar þeir gerðu þriggja bóka samning við Þorgrím Þráinsson.
Lögreglan hefur sérstakar áhyggjur af sókn erlendra glæpagengja til Íslands. Þannig hafa yfirvöld rökstuddan grun um að Fönix-reglan, sem starfar í Bretlandi, hafi sett sig í samband við Ljóðaútgefendur og hyggi á frekari landvinninga.
Hannes lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Aðspurður kvaðst hann ekki ætla að biðja fjölskylduna afsökunar heldur halda ótrauður áfram skrifum sínum. Þegar Flugufóturinn spurði Hannes hvort að hann hyggðist rétta fram sáttarhönd til að binda endi á skálmöldina sem ríkt hefur kvaðst hann ekki hafa geð í sér til að verða við þeirri ósk.
Hannesi stendur greinilega á Sama.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home