Sunday, May 21, 2006

Taugadeildin

Ég er farinn að vinna á taugadeild og er í 2. mánaða leyfi frá taugataugadeild (geðinu). Á taugadeildinni koma þeir sjúklingar sem eru með Parkinson, MS og MND osf. Rosalega erfitt, en líka mjög gefandi, því ég dáist af þessu fólki sem tekur erfiðum sjúkdómum með miklu æðruleysi og styrk. En vonandi á ég eftir að halda þetta út, því þetta er hluti af mínu "stórmerkilega" námi, þar sem skilda er að vinna á handlækningadeild. Kem oft heim örmagna á kvöldin og hef enga orku í neinar aukavaktir. Get eins og fyrri daginn ekkert talað eða skrifað um vinnuna, því það ríkir lögbundinn trúnaður. Hins vegar var ég að heyra sögur þar sem trúnaður, er orðinn einhver þráhyggja hjá ákveðnum stjórnendum. Það má aldrei verða svo að einhverjir yfirmenn fara að elta einhverjar kjaftasögur til að finna einhvern hugsanlegan leka. Það gengur aldrei upp. Hins vegar verður að fara reglulega yfir þessa hluti, en ekki að stunda einhverjar nornaveiðar.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér þykir þú fara geist í námið... Ertu ekki nýbúinn að klára hitt Vinnustaðanámið sem var 15 vaktir?
Annars stefnir í met-námshraða hjá þér og spurning um útkomuna og úthaldið. Um að gera að halda sönsum og taka námi og tilverunni á venjulegum nótum, en ekki á geðveikislegum !
Gangi þér vel.

3:31 AM  

Post a Comment

<< Home