Friday, May 05, 2006

Meira af CHE

Nokkrir "brjálæðingar" samtímans hafa fengið CHE á heilann. En það er saga baka við þessa frægu mynd af Che, sem virðist alltaf vera að detta í tísku annað slagið. Che var tákn um uppreisn unga fólksins kennt við 68 kynslóðina. En hver var maðurinn bak við goðsögnina. Var hann kaldrifjaður morðingi eða djúpvitur mannvinur? Hans helsta "gæfa" var að deyja ungur og því þekkir fólk hann ekki öðruvísi, en manninn á myndinni, Meira að segja myndin með líki Che, sem líka er orðin fræg nær ekki að skemma goðsögnina. Díana prinsessa, Evita Peron, James Dean og Jón Páll, svo að fáeinir séu nefndir náðu ekki háum aldri. En við minnumst þeirra eins og þau voru. þau voru ungt og glæsilegt fólk og tákn um eilífa æsku.



















0 Comments:

Post a Comment

<< Home