Saturday, April 29, 2006

Hvert fer Eiður Smári?

Ég tel það mjög líklegt að Eiður Smári fari frá Chelsea í sumar. Eftir að hafa horft á leikinn í dag milli Man. Utd og Chelsea sem Eiður kom ekkert við sögu eru íslenskir íþróttafréttamenn farnir að velta fyrir sér nýju liði fyrir Smárann. Þetta skiptir marga Íslendinga máli því Chelsea á mjög marga stuðningsmenn útaf Eiði og engum öðrum. Þeir munu margir fylgja honum til t.d Newcastle. Það tel ég vera rétta liðið fyrir hann. Stór klúbbur, sem kallaður er sofandi risinn. Svo væri auðvitað rosalega gaman að sjá hann á Ítaliu eða Spáni, td AC Milan eða Barcelona. Þar er boltinn ekki eins harður og þar myndi ég telja að hann gæti blómstað. Eða bara vera áfram hjá Chelsea og vera einskonar Sólkjer, þs spila 2-10 leiki á tímabil og hugsa eingöngu um hag fjöskyldunnar, sem mun varla flytja mikið að óþörfu. En hann færi nú varla til annars Lundúnarliðs og ekki er spennandi að snúa aftur til Bolton. Væri það ekki afturför?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

AFTURFÖR?...Auðvitað er hann í afturför. Hann kemst aldrei í þessi stórlið á Spáni eða Ítalíu eins og þú ert að tala um. En hann hangir væntanlega í Úrvalsdeildinni. Spurning afhverju þessi afturför hans stafar? Við Rúnar rubbish höfum tekið eftir því að baráttukraftur hans hefur dvínað auk þess sem hraðinn hefur minnkað og markheppnin yfirgefið hann. Hann kemst ekki einu sinni á varamannabekkinn nú orðið. Kannski of miklar setur í spilavítum?..Bakkus og bílífi almennt osfrv.?
kveðja Magister

1:34 PM  
Blogger Gunz said...

mig grunar samt að hann vilji vera áfram á Englandi. Td í miðlungsliði þar sem hann fengi að spila reglulega. Því miður verð ég að segja að mín lið eru ekkert annað en miðlungslið (Man. City og Newcastle). Svo vil hann sennilega vera áfram í London (stór London) þrátt fyrir allt og þá væri það Fulham eða West Ham. Scotland væri líka fínt "elliheimilli". Miðlungslið á Spáni gæti líka verið góður kostur. Sjáum td Villareal fyrir ca tveim árum. Síðan fengu þeir Forlan og nokkra Argentínumenn og komust næstum því í úrslit í Meistaradeildinni.

4:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

off white jordan 1
jordan travis scott
supreme new york
off white outlet
yeezy 500

5:21 AM  

Post a Comment

<< Home