Íslandsmótið í KRAFT
Tölurnar eru bara eftir minni, ég breyti þá bara þegar rétt úrslit munu berast. Annars þóttist ég vera að aðstoða Bjarka Geysi sem var því miður meiddur á læri og gat því ekkert beygt. Svo reyndi ég að aðstoða lærisvein minn Bjarka Hrika, sem átti eitt sitt best mót, tók m.a 282,5 kg í réttstöðulyftu létt. En Auðunn Jónsson tók víst 1040 í samanlögðu, með 400 kg í hnébeygju, 280 í bekk og 360 í réttstöðulyftu. Alltaf sama öryggið hjá meistara Audi. Í 125 kg tók Borgnesingurinn Þorvaldur 357, 220, 305, en náði ekki að lyfta á 322 kg, sem hefði þýtt 900 kg á hans öðru móti. Bjarki Geysir keppti bara í bekk og réttstöðu, en hann fékk dæmda af sér 210 kg í bekknum, en tók svo persónulega bætingu í réttstöðu 325 kg. Gamli Refurinn Víkingur Traustason náði hins vegar öðru sætinu í flokknum, en hann gat ekki tekið á því í bekknum. Akureyringurinn Þórarinn Traustason sigraði glæsilega í 110 kg með 740 kg í samanlögðu (275 182.5 282.5), en hann var mjög heppinn að komast í gegnum hnébeygjurnar, en annar varð Árni Freyr efnilegur Skagamaður, en Skagamenn framleiða núna efnilega lyftara á færibandi. Hlöllinn vann 100 kg flokkinn og María sigraði kvennabaráttuna og bætti sig að sjálfsögðu í öllu, en ég tók einmitt við hana örviðtal, sem kemur vonandi í Helgarsportinu á morgun, en sjónvarpstöðin Sýn verður að eiga mótið, enda hafa þeir staðið sig vel með Kraftasporið. Önnur úrslit koma seinna.
Nánari ÚRSLIT HÉR
Myndir I Hnébeygja
Myndir II Bekkpressa
Myndir III Réttstöðulyfta



Nánari ÚRSLIT HÉR
Myndir I Hnébeygja
Myndir II Bekkpressa
Myndir III Réttstöðulyfta




2 Comments:
Þetta voru flottar tölur og lyftur hjá Maríu.Áfram konur!
En, endilega settu góða mynd af henni á síðuna. Það er ekki nóg að hafa sífellt kraftakarla löður-sveitta eftir níðþungar lyftur !
Já. og það vantar sexy mynd af Mitu Overvlet líka
Post a Comment
<< Home