Sunday, March 26, 2006

Brúin yfir Kwai

Hann Ágúst Örn næturvörður og samstarfsfélagi hefði getað unnið Illuga Jökulsson í spurningakeppninni MEISTARANUM, hefði hann bara svarað lokaspurningunni og vitað í hvaða landi brúin yfir Kwai er, en reyndar gat mr. Illugi það ekki heldur. Í raun þurfti Ágúst ekki að vita það því hann hefði getað lagt eitt stig undir og unnið, en hann ákvað að sýna "íþróttamennsku" og lagði allt undir, því í raun hafði Illugi svarað nær öllum spurningum keppninar, en hafði verið of gráðugur í sérstakri peningaspurningu, en tók þá mikla áhættu og fékk þá laufléttu spurningu: Hvað heitir LUDO á indversku? Illugi fékk því slatta af mínusstigum fyrir vikið. Auðvitað hefði Ágúst átt að lækka rostann í Illuga, sem mörgum finnst ansi hrokafullur, en það er auðvitað bara orðsporið sem fer af manninum. Maður á aldrei að dæma neinn sem maður þekkir ekki, eins og almúganum er gjarnt. Ég hef dýrkað Illuga mikið, enda snjall penni og skemmtilegur útvarpsmaður, sem ég hlusta reglulega á. En hann er ekki mikill fræðimaður enda eru rit hans og pistlar ekki fyrir einhverja fræðimenn, heldur alþýðufróðleikur. Fyrir þá sem ekki vita er brúin yfir Kwai í borginni Kanchanburi í Thailandi (Við landamæri Burma-Mianmar), en hún var reist af stríðsföngum í seinna stríði og kostaði um 300.000 manns lífið. Fræg bíómynd varð gerð um atburðina með Alec Guinness í aðalhlutverki, en að sjálfögðu vissi Masterinn þetta EKKI.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Áhugaverður pistill Maestro Gunnar! Um allt þetta dæmi og allt sem snýr að keppninni væri hægt að flytja langt mál. Ég er auðvitað búinn að sundurgreina þetta í smáatriðum [kallast þráhyggja á fræðimáli] en vil halda þeim niðurstöðum fyrir sjálfan mig! Annars var hrikalegt að sitja þarna, undir bjölluglamri og einræðum Illuga. Mikil orka fór í það að halda haus og grotna ekki niður í stólnum, þegar ekkert var að ganga upp. Hvað varðar síðustu spurninguna, langar mig að vitna í Shakespeare, orð sem Polonius mælir við "lúnatikinn" Hamlet:
"Thought this be madness, yet there is method in't". Já, það getur ýmislegt gerst, í hita leiksins, í svona hröðum og spennandi umræðuþætti um siðferðileg álitamál, eins og Meistaranum.

8:10 PM  

Post a Comment

<< Home