Wednesday, March 08, 2006

Vinnu-fasismi

Það er ákveðinn vinnufasismi í gangi í lægst launuðu störfunum, þar sem þeir lægst launuðu er þrælað út og illa farið með þá, þeir hafa engin réttindi og stéttafélag þeirra er handónýtt, enda fávitar sem eru þar í vinnu. Tökum sem dæmi einhverja austur-evrópubúa, sem hingað koma til að vinna einhverja bygginavinnu fyrir 500 kr á tímann. Síðan fá þeir ekkert borgað, en eru síðan ásakaðir um að hafa ekki sinnt sínum skildum. En ég er líka að tala um veitinga og hótelgeirann, þar sem þrælahald hefur tíðkast alla tíð. Masterinn þarf að koma þarna inn og tugta einhverjar kerlingar til. Masterinn var í gamla daga að vinna í Perlunni, sem útkastari í eitthvað um fjögur skipti, á einhverjum böllum. Þar kyntist hann mestu drullusokkum sem vaða uppi í veitingabransanum. Vil ekki vera að nefna nein nöfn, enda mörg ár síðan. Perlu Hercúles lét sig þó hafa það að vinna þarna í meira en áratug. Annars var minnistæðasta atriðið, þegar við vorum kallaðir til þar sem fatlaða klósetið var á 5. hæð. Borist hafði kvörtun þar sem sagt var að maður væri að misþyrma konu. Við brutumst þar inn, nokkrir hraustir gaurar, meðal annars einn sptótkastari og kraftamaður, sem fór fremstur í flokki. Við tókum þar mann einn með buxurnar á hælunum, þar sem hann var að gamna sér með vinkonu sinni. Við settum hann í gólfið, en hann gjörsamlega brjálaðist. Síðan átti að henda honum út, en mig minnar að við höfum sleppt honum áður, enda föttuðum við að stúlkan var ansi fúl líka. Við vorum sammála um að við hefðum átt að leyfa greyið manninum að ljúka sér af. Ég vil þó ekki nefna annað fyrirtæki að svo stöddu, því Masterinn hefur fulla trú á að hann vinni öll mál sem hann hellir sér út í. Því þrjóskari vitleysingur er ekki til á Íslandi. Í versta falli gæti Materinn þurft að tuska einhverja til, eins og hann gerði við lögguhausana hér um árið.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Var þetta nokkuð á Háskólaballinu þar sem ég fór úr olnbogalið í slagsmálum með þér við einhvern brjálæðing í fatageymslunni?
---------------
Kveðja-Magister

7:51 PM  
Blogger Gunz said...

Er ekki viss, gæti verið. Held að það hafi verið Háskólaball, en hitt hafi verið Bogomil og Páll Óskar. Þetta voru auðvitað geggjuð böll. Kiddi reddaði allskonar dyravörðum, ma. voru í eitt skipti, Jorge, Unnar Garðarss. Úrsus, Kári EL, Erlingur Þorsteins, Rikki Sveins osf. Ég var aðalega að vísa í ákveðinn yfirþjón, sem hefði mátt buffa.

11:39 PM  

Post a Comment

<< Home