Björn Ingi
Fór svo beint úr bekkpressunni í kjörklefann í sömu höll, en prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík fór fram á sama tíma. Ég ætlaði að kjósa "skólabróður" minn Björn Inga Hrafnsson. Við sátum saman í nokrum sagnfræðikúrsum, auk þess sem hann var skólabróðir Narfa og hálfgerður fjölskylduvinur. Ég fékk líka óbein fyrirmæli um að kjósa hann og það þurfti svo sannarlega ekki að múta mér fyrir þann greiða. Reyndar held ég líka uppá Kristinn H. Gunnarsson manninn sem er að gera allt vitlaust í örflokknum og segir sína meiningu, gegn vilja flokkseigendaklíkunnar. Ég held líka alveg óstjórnlega uppá Klunnar Birgisson bróðir Kristinns, en hann er eina íhaldið sem ég gæti slysast til að kjósa. Það væri reyndar ekki svo slæmt að vera kunningi forsætisráðherra framtíðarinnar, því ef ekkert óvænt kemur uppá, þá spái ég að örflokkurinn verði ennþá við stjórn eftir 5-10 ár og Björn Ingi verði þá kominn í ríkisstjórn. Ég tók strax eftir vinnusemi hans og metnaði á sínum tíma, en ég held að ég hafi hitt hann fyrst á níunda áratugnum. Hann fór mjög ungur að skrifa í blöðin og ég man vel eftir honum á videoleigunni í Faxafeni þar sem hann stjórnaði öllu eins og herforingi, rétt rúmlega 16. ára. Sjálfur er ég algert pólitískt viðrini, er skráður í Samfylkinguna, en tel mig vera Cúbukomma, en þoli illa vinstri rauða, vegna þess hversu væmnir þeir eru. En bandalag við Björn Inga í framtíðinni gæti hjálpað mér að kippa í spotta, td fyrirgreiðslu af gamla skólanum. Nei, þetta er bara tækifærismennska. Vissi ekki hvern ég ætti að kjósa með honum, því ég þekkti ekki hin nöfnin. Kaus þó keppinaut hans Óskar Bergsson og Marsibille kaus ég líka, held að ég hafi hitt hana fyrir rúmlega áratug, en þá kallaði hún sig Ljósku og var í Sniglunum. Mjög kjaftfor ung kona. Er ekki einu sinni viss að þetta sé hún. Sennilega ekki, en ég kaus hana samt. Sama með hin nöfnin. Notaði bara random aðferðina. Gestur Gestsson var flott nafn og þarna var einhver annar Gestur sem ég kaus líka.
3 Comments:
Þú þekkir bara alla stóru kallana
Master Master hvar ertu, kári saggði að þú værir búin að yfirgefa klakan, hvað með mótið og andan láttu heyra íþér. kveðja spjóti
morðtilraun við magister cat....
estroge3nið borgaði stákhvolpi fyrir að hjóla á hann við hlemm :Þ
Post a Comment
<< Home