Friday, January 06, 2006

Fyndið?

Þetta er ekki einu sinn fyndið. Starfslokasamningurinn við gæruna. Hún hafði kannki unnið hjá Fl Grúbb í sirka 5 mánuði, en samt fékk hún starfslokasamining uppá tæplega tvöhundruð milljónir. Svona gera menn ekki. Það ætti að selja veiðileyfi á þá sem bera ábyrgð á þessu rugli. Öðruvísi náum við ekki að stoppa þetta. Nú vantar bara hann Davíð okkar, sem sagði alltaf sinn hug. SVONA GERA MENN EKKI! Ég er fulltrúi hinna smærri hluthafa hjá þessu andskotans fyrirtæki, því sambýliskona mín er að vinna hjá þessu "fucking" fyrirtæki, en mig langar samt til að brenna þessi hlutabréf "okkar". Samt hef ég alltaf haldið uppá Hannes okkar Smárason. Maðurinn sem hefur keyrt þessa sameign okkar í hæstu hæðir, en NOTA BENE. Ég bara skil ekki þetta dómgreindarleysi. Djöfullinn sjálfur, það ætti að selja veiðileyfi á þá sem bera ábyrgð á þessu fucking rugli.
The image “http://www.amerikaantje.be/images/artikels/badges/21-FDEVIL.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
The image “http://www.4to40.com/images/legends/lenin/lenin_at_meeting.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er ekki óþarfi að kalla hana gæru? Hún ræður því ekki hvað hún fær í starfslokasamning.. ekki segja mér að þú myndir neita því að fá 130 millur, sama hvort það er sanngjarnt eður ei..!!?

1:09 PM  
Blogger Gunz said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:50 PM  
Blogger Gunz said...

Ólíkt hinum fyrri starfslokamillum, þá er einhver mannsmynd á henni Ragnhildi, eins og menn hafa verið að tala um undanfarna daga. Þetta er gullfalleg stúlka, sem er nú reyndar komin í annað forstjórastarf. Hinir gömlu (hvað sem þeir heita, Þórarinn Þórarins og Co)voru flestir, miðaldra feitir karlar. Sem þurfa nú ekki lengur að vinna handtak þar sem eftir er ævinnar. Sennilega er þetta bara mannlegt að taka við þessari fúlgu og það er varla við hana að sakast. Hins vegar þarf að stoppa þessa vitleysu. Ég tel að það verði stutt í næsta hneigsli. Td ef Bjarni Ármannsson myndi ákveða að ganga útúr Íslandsbanka á morgun, svo dæmi sé tekið. þetta á því miður eftir að koma upp á nokkra mánað fresti. Hins vegar má segja að maður eigi ekki að blogga eftir ferð á Kringlukránna. Dómgreindin er þá ekki í lagi! Ég fór að sjá bestu hljómsveit allra tíma, POPS

1:57 PM  

Post a Comment

<< Home