Saturday, December 31, 2005

Mótið

Við héldum nokkuð skemmtilegt mót áðan, þar sem skipuleggjandinn kom hálftíma of seint, vegna þess að hann var á næturvakt nóttina áður. Hef ekki tíma til að skrifa um þetta núna, því ég er á leiðinni í Thai matar partý. Meira um mótið um miðnætti. Gleðilegt ár allir vinir og félagar til sjávar og sveita!


















Reyndar átti ég góða möguleika á að vinna mótið "overall", en til þess þurfti ég að klæðast bekkpressusloppi eins og hinir. Þá hefði ég getað tekið 15-20 kg meira í bekkpressu og stillt upp því deddi sem þurfti til að vinna heildarkeppnina og réttstöðulyftuna. Þar sem ég var mótshaldarinn, hafði ég hvatt nokkra æfingafélaga til að vera með í þó ekki væri nema annari greininni, enda slepptu sumir að taka þátt í réttstöðunni. Í réttstöðulyftunni ætlaði ég að lyfta því sem þurfti til að vinna, en ruglingur stangarmanna hafði afgerandi áhrif. Þegar Bjarki Ólafsson hafði tekið 260, þá rauk ég í sömu þyngd jafnóðum og tók hana þrisvar sinnum í einhverjum fíling, en hafði áður tekið 252,5 kg. Hefði betur sleppt þessum sjónhverfingarlyftum, því einhver hafði sett vitlaust á stöngina fyrir Bjarka og reyndist þyngdin vera 250 kg. Sigurjón Ólafsson fór svo í 260 kg og hafði hana upp og náði því að sigra réttstöðulyftukeppnina, því ég treysti mér ekki í fleirri lyftur eftir þetta rugl. Þótt mótið hafi verið frekar frjálslegt var það bara nokkuð skemmtilegt. Meðal annars vegna gestakeppendanna, þeirra Dómi (Íslendingur ættaður frá Sardiníu), málaranns sterka Jóhanns og hinnar flottu fittnessdömu og löggukonu Lindu Björku, sem tók 70 kg í bekkpressunni. Einnig var gaman að sjá aftur mættan til leiks karatemeistarann og skákmanninn Sverri Sigurðsson, en hann æfði í Stevegym fyrir nokkrum árum, en hefur tekið fram lyftingarskóna aftur.
Stefán Spjóti og Jóhann málari unnu bekkpressukeppnina með 190 kg, enda báðir mjög vel sloppaðir. Sigurjón náði eins og áður sagði að vinna réttstöðuna og Bjarki Ólafsson var með bestan samanlagðan árangur. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá nokkra keppendur m.a Bjarka Ólafsson, Lindu Björku og þeirra Spjóta og Jóhann.
ÚRSLIT



2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég var búinn að kommenta áður en það virðist hafa týnst?
-----------------------
Ég segi bara: Geðbróðir Bjarki HRIKI er hrikalegastur!!
Og flottastur!!
Sjáið handleggina á honum..þykist þið eiga eitthvað í hann?

4:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þetta þessi löggu-einkunnargjöf?...Brosmild og glettileg þannig...
Þú þarft að segja Flengmaster hverjir eru á myndunum!
Kveðja!
Sir Cat

4:41 PM  

Post a Comment

<< Home