Thursday, December 22, 2005

Hafrún Hafsteinsdóttir

Hafrún Hafsteindóttir er fallin frá í blóma lífsins, rétt rúmlega þrítug. Hafrúnu kyntumst við fyrst þegar hún kom í gömlu Orkulind, sennilega árið 1990. Veit ekki hvort hún kom fyrst með Róbert Samúelssyni eða Dodda vini sínum. En æ síðan hefur hún verið í vinasambandi við Stefán. Hún átti ekki auðvelt líf, því oft flaug hugurinn hátt, en hún var aldrei í neinni óreglu, hvorki fíkniefnum, áfengi eða tóbaki. Hún eignaðist sjö börn, en hafði eignast tvíbura fyrir nokkrum vikum. Líkaminn sagði óvænt stopp. Í Morgunblaðinu í dag eru nokkra góðar minningagreinar m.a eftir Kára og Diddu (Dýrleifi Ólafsdóttur). Fjölskyldumál hennar voru frekar flókin. Ég komst td að því fyrir ekki svo löngu að hún væri systir hans Þórhalls vinar míns. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir um 15. árum. Hafrún er lengst til hægri á myndinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home