Monday, November 28, 2005

Master Of Disaster

Helgin var algert niðurbrot! Á laugardaginn fékk ranghugmyndin um bætingu í réttstöðulyftu eftir 6. vikna æfingar snöggan enda og um kvöldið hélt niðurbrotið áfram, þegar vínandavökvinn var vökvaður. Í dag var ég hinsvegar mættur á æfingu í Stevegym og ætlaði bara að taka laufléttann bekk, en ákvað síðan að fara í listabætingu til að lyfta mér aðeins á kreik. 145x1 átti að vera smá þunglyndisafréttari, en ég endaði í 145x3, sem kom sjálfum mér mest á óvart. Líka Spjóta, sem sjálfur tók 160x2 eftir að hafa pumpað vel á undan. Ég ætla mér að veita Spjótanum aðhald og á bekkpressumótið stefnum við eftir áramót. Lámark 200 kg plús. Engan helvítis aumingjaskap og meðalmennsku. Núna verða engar afsakanir um æfingaleysi, því við verðum ekki með fyrir minni þyngd. Rúnar sjóari var líka í miklum fílíng í kvöld og reyndi við listabætingu, þegar hann fór í 130 kg á bekk, en það gekk ekki í þetta skipti.
ÞAÐ GENGUR BARA BETUR NÆST.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home