Saturday, November 19, 2005

Sá besti

Ég er ekki í neinum vafa um að Ronaldinho er sá besti í fótboltanum í dag. Hann leikur einnig með besta liðinu í dag, sem svo skemmtilega vill til að er uppáhaldslið mitt í dag. Allavegana í spænska boltanum. Ég mun því koma mér vel fyrir í dag og horfa á leikinn á Bernabeu í Madrid, þegar Real Madrid og Barcelona mætast í stórleik spænska boltans. Var ekki íslenskur læknir að benta okkar á að hnén á Ronaldinho væri svo "vansköpuð" að hann gæti beint þeim óeðlilega, þannig að hann gæti gert allveg ómennska hluti á vellinum. Svo gat Man. Utd fengið þennan snilling, en klúðraði því allveg gjörsamleg (er sagt). Síðan misstu þeir (Man. Utd) Keane í gær. Hann var hjartað í liðinu, eins og einn Man. Utd maður sem var að vinna með mér í gær á Lsp á Hringbraut komst að orði, frekar niðurdreginn. Hann stóð sem lamaður þegar hann heyrði íþróttafréttamann stöðvar 2, lesa fréttina. Nú er þetta búið sagði hann frekar mæðulega. Þið eigið þó Darren Fletcher, sagði ég til að hressa hann aðeins við. Arg......, Fletcher sagði hann og saup hveljur og gnísti saman tönnum. En þið fáið Ballack í staðinn, sagði ég til að gera aðra tilraun við að róa hann niður. Arg....enginn kemur í staðinn fyrir Keane, sagði hann með grátstafinn í kverkunum og gekk útúr sjónvarpsherberginu. Aumingja Man Utd aðdáendur. Þeir gátu fengið þann besta, en í staðin keyptu þeir bara miðlungsleikmenn, meðan Chelsea og Arsenal keyptu þá bestu. Margir fótboltaðdáendur hafa séð myndband með Ronaldinho á netinu að undanförnu. Þar fær Ronaldinho nýju Tiempo Nike skóna sína og klæðir sig í þá á Mini Estadi vellinum sem varalið Barcelona spilar á. Ronaldinho heldur boltanum síðan á lofti frá vítateigshorninu fer inn í vítateigsbogann og skýtur í slánna, þaðan tekur hann á móti boltanum áður en hann snertir jörðu. Hann skýtur alls þrisvar sinnum í slánna og tekur á móti boltanum, fer síðan og heldur honum á lofti aftur á byrjunarreit en boltinn snertir aldrei jörðina á öllum þessum tíma.

Hér er hægt að sjá myndbandið

1 Comments:

Blogger Gunz said...

Ég skrifaði þetta ekki eftir leikinn. Ronaldinho átti sinn albesta leik. Aldrei séð annað eins pökkun á stórliði. Þetta var jú á heimavelli fasistaliðsins. Messi 18 ára gutti er hinn nýji Maradona. Rosalið og hvað gerist ef við fáum Henry líka?

6:06 AM  

Post a Comment

<< Home