Friday, November 11, 2005

Tarantino

Ég náði ekki að hitta Tarantino kvikmyndaleikstjórann geðþekka sem hér er að þvælast, en Narfi hitti hann víst í gær og fékk hann til að krota á Kill Bill myndirnar mínar sem ég keypti í Thailandi. Maður ætti þá að fara að horfa á þær, úr því hann er búinn að árita þær fyrir mig. Annars er Pulp Fiction örugglega ein besta mynd sem ég hef augum litið. En Opinberun Hannesar var samt betri. Hvað um það, þegar Narfi ætlaði að láta hann árita Kill Bill II, sem hann var með í láni. Var Kill Bill I að flækjast í umslaginu líka, þannig að hann neyddist til að árita hana líka. Annars var Kill Bill II, í VCD formi, sem er kerfið sem þeir nota þarna í Asíu. Hvaða djöfulsins kvikmyndabull er þetta eiginlega. Best að fjalla um það sem skiptir máli, því ég tók 240 kg í réttstöðu á æfingu áðan. Reyndar var ég búinn að þreyta mig með 230 kg á undan, en til að halda virðingu þarf ég að taka mun meira en það eftir hálfan mánuð. Annars mun ég tapa fyrir öllum æfingafélögum mínum á mótinu og heiður minn verður þá í veði, því ég er búinn að veðja við foringjann að ég muni bæta mig á mótinu. Annars skulda ég honum heila flösku af Smirnoff. Heilan lítra af 50%, nánar tiltekið.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þá ertu búinn að tapa þessari flösku í Foringjann...en þú drekkur hana svo bara með honum á eftir í Steve - partýi..
Kveðja -Sir Cat

4:21 PM  
Blogger Gunz said...

282,5 kg á deddmótinu og þristurinn á "jólamótinu". Lærisveinar Steve, þeir Grjóni og Grani mæta mjög sterkir til leiks. Allir muna hvernig Steve prógrammeraði Hjört á sínum tíma, þegar hann gjörsamlega heilaþvoði Hjört. Hvað hann gerir með Grjóna (Miðnæturdeddarann) mun tíminn leiða í ljós, en þeir bræður gætu skákað fleirrum en mér. Þá er gott að eiga eina Smirnoff, til að hugga sér við :)

12:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

yo gunns skemmujarlinn finnur thig ekki a msn eda skype.........sidan thin er stundum
thad eina sem haegt er ad skoda a netinu .......allavega thegar ad visagreifinn er i laegd

1:50 AM  
Blogger Gunz said...

Ég lofaði Skemmujarlinum því að keppa aldrei aftur í lélegu formi. Bæting 282,5 er það allra minnsta sem kemur til greina. Svo er alger skilda að skila 300 kg, ef maður hefur æft í Stevegym eins lengi og ég.

8:46 PM  

Post a Comment

<< Home