Saturday, October 29, 2005

1.árs

Að sjálfsögðu gleymdi ég afmælinu mínu hvað annað. Ég er nefnilega orðinn sannfærður um að ég þjáist af Alzhaimer light, jafnvel Alzhaimer medium. Gleymi öllu sem ég á að muna t.d að borga reikninga, skila verkefnum eða jafnvel að mæta á æfingar. En aðalmálið er þetta. Liðið er eitt ár síðan ég byrjaði að blogga fyrst. Minnir að ég hafi verið að skoða bloggið hjá Jóhannesi Ómegafrömuði, sem er hjá blogspot.com og mig langaði að reyna sjálfur. Þetta var 4. október í fyrra. Ekki voru skrifin mín merkileg í upphafi og eru eflaust ekki enn. Fljótlega fór ég að rembast við að setja inn myndir og var ég minntur á það í gær, þegar ég setti inn myndir frá afmælinu hans Narfa frá 28. október í fyrra. Myndir sem sendar voru lengst norður á land, þar sem Narfi var kynntur fyrir tengdarfólki sínu. Margt hefur gengið á undanfarið ár. Meðal annars hef ég stundum farið yfir strikið að sumra mati. Stundum hefur það kostað leiðindi um hríð. Menn hafa pikkkað í mig og beðið um að taka eitthvað út. Einu sinni fékk ég símtal frá gömlum vinnufélaga, sem bað mig um að taka út gamalt blogg. Ég var nokkurn tíma að kveikja á því hvað hann var að fara og að átta mig á að manninum var fúlasta alvara. Reyni þó að stuða ekki menn að óþörfu og því reynir maður ofta að fjalla ekki mikið um þá sem standa manni næst eða þá sem kíkja reglulega eða eru viðkvæmir fyrir sjálfum sér. Held þó að menn á æðstu stöðum hafi orðið fúlir. Meðal annars sagði Davíð Oddsson um daginn að oft væri verið að fjalla um hann á bloggsíðum útí bæ og ég tók þetta að sjálfsögðu til mín, enda verið Dabba mjög vinsamlegur. Menn hafa einnig spurt mig hvað reki mann áfram í svona skrifum og horfa á mig með vorkumsömum augum. Til hvers í andskotanum eru menn að þessu. Einhverstaðar sá ég því haldið fram að það væri hámark egóismans að halda opinbera dagbók. En margir þjóðþekktir menn hafa verið duglegir í "alvörubloggi" m.a Björn Bjarna, Össur og núna síðast Mörður Árnason. Veit ekki hvað það er, en þeir sem hafa verið að setja út á skrifin hjá mér hafa jafnframt verið mínir helstu stuðningsmenn og hvatt mann áfram, ef maður bærir ekki á sér um hríð og spurt hvort ég sé virkilega að fá ritstíflu. Veit að fólk hefur gaman að kíkja, sérstaklega ef myndnirnar hafa heppnast. Veit að menn kíkja á skrifin janfvel lengst í frumskógum Norður-Thailands. Langaði líka alltaf til að verða blaðamaður á sínum tíma, en verð það varla úr þessu. Kannski fær maður útrás á þennan hátt. Í vikunni lét ég loksins verða að því að fá mér teljara. Veit núna að einhver nennir að kíkja. Einng hef sjállfur gaman af því að kíkja hjá öðrum. Kíki reglulega á hjá öðrum eða fer í random leit, NEXT BLOGG sem er beint fyrir ofan hægra megin.
Mörður Árnason BLOGG
Björn BjarnasonBLOGG
Össur SkarphéðinssonBLOGG
Jónína BenediktsdóttirBLOGG

0 Comments:

Post a Comment

<< Home