World Strongest
Ég sá fyrir algera tilviljun að Rúnar Gísli Guðmundsson hafði skráð sig til leiks í Sterkasti maður heims fatlaðra, þegar ég rakst á viðtal við hann í fréttatíma RÚV á föstudagskvöldið. Rúnar hafði þá lokið bíldrætti og mætti lafmóður í viðtal við fréttamann RÚV. Seinni dagur keppninnar hófst við Fjörukrána daginn eftir. Það varð því ekkert annað að gera en að bruna suður í Hafnarfjörð og kíkja á keppnina. Rúnar átti þó ekki í höggi við neina aukkvisa því sjálfur Hörður Harðviður var mætttur til leiks og ætlaði sér stóra hluti. Því miður hafði ég ekki tíma til að fylgjast með síðasta hluta keppninnar, sem fram fór í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni. En það er samt greinilegt að Arnar Loggur, Magnús Ver og félagar eru að gera góða hluti í íþróttamálum fatlaðra. Leikar fóru svo að Harðviðurinn sigraði í flokki standandi, en í flokki hjólastóla sigraði Finninn handsterki Satana Bergele.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home