Nikon D-50
Annars fékk ég allvega frábæra gjöf frá föðurfólki mínu. Myndavél Nikon D-50, sem ég hafði verið að spá í að kaupa mér síðan í vor. Núna tekur við kennsla hjá Narfa, en hann á sjálfur Nikon-70 vél. Þessi 50 típa er aðeins ódýrari en D-70, en mjög notendavæn og hefur fengið frábæra dóma á netinu. Mig hlakkar mikið til að setja myndir inná bloggið næstu daga. Já, myndirnar úr hófinu í gær. Annars var frekar lítið drukkið, miðað við fyrir 5. árum. En þá keypti ég sama magn af bjór, en núna voru gestirnir eitthvað fleirri, en drykkjan var mun minni. En þetta er auðvitað aldurinn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home