Klökkur
Það lá við að ég færi bara að skæla í gær, því ég hafði ekki áttað mig á hversu góða félaga ég átti, fyrr en ég sá gjafirnar sem ég fékk. Ágætis mæting var í Álftamýrina í gær og langflestir komu færandi hendi. Oftast með vel pakkað eðalvín og með blómvönd. Veizlan sjálf heppnaðist vel þrátt fyrir mikla ölvun. Einnig var árangur Fram í fótbolta til þess að það lá við að ég færi að vatna músum eins og það er kallað, en ég held samt að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir knattspyrnufélagið Fram lengi. Núna er bara að byggja upp. Annars sá ég leikinn heima og fyrsti gesturinn Eiríkur Einarsson rak inn nefið færandi hendi. Þegar staðan var 4-1 fyrir FH og Fram var ekki fallið, vildi ég ólmur kíkja niðrí Laugardal til að "fagna" mínum mönnum. Við brunuðum niðri dalinn ásamt Benjamín litla, en viti menn Tryggvi eyjapeyji sendi okkur niður þegar hann skoraði fimmta markið. Hefðum ekki átta að fara á völlinn, því þá hefðum við ekki fallið. Allavegana trúm við því. Fyrstu gestirnir komu uppúr klukkan sex, en "fyllibitturnar" komu síðan eftir níu. Held að þetta hafi bara heppnast ágætlega, því skipulagning er ekki mín besta hlið. Vað að bjóða í þetta partý 1-3 dögum fyrr og margir voru búnir að bóka sig annað, meðal annars móðir mín. Sumum gleymdi ég að bjóða og aðrir áttu ekki heimagegnt, meðal annars Gleðimolinn og Skemmujarlinn Gunnar Ólafsson, en hann var ekki í "bænum". Skemmujarlinn á best um 240 kíló í bekkpressu sem fáir hafa lyft hér á landi. En í veislunni í gær kom samt öflugur bekkpressari, félagi minn Baldvinn bekkur, en hann var fyrsti maðurinn á Íslandi til að lyfta 250 kílóum í bekkpressu. Annars voru þarna nokkrir sem hafa tekið yfir 200 kíló í bekk, m.a Bjarki Geysir, Sveinn Ingi og Magister-Cat, sem tók næstum því 200 kíló á sínum tíma, en þá voru bekkpressuslopparnir ekki orðnir svona góðir. Annars var Rúnar Gísli Guðmundsson fyrrum karatemaður þygsti maðurinn í hófinu, en hann vegur tæplega 200 kíló, er þó ekki allveg viss um þyngdina. Annars var þetta mjög blandaður hópur í gær, en sem betur fer fór þetta allt vel, enda flestir gestirnir orðnir rosknir, eins og afmælisbarnið. Nokkrir boðuðu forföll, en það gerði Bobby Fischer ekki. Sæmi Rokk hefur bara gleymt að segja honum frá þessu.
9 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
Það koma alltaf einhver auglýsingacomment þegar ég minnist á Bobby Fischer eða annað frægt lið. Best að eyða svoleiðis löguðu.
HVAD VORU MARGIR SEM MÆTTU
15 í fyrra hollinu og að ég held 30 eftir í seinna hollinu. Kannski meira. Rétt slapp miðað við stærð íbúðarinnar. Annað aukaherbergið nýttist ekki, þarf að opna á milli
Þær voru nú ekki rosknar þessar tæjur í partýinu!
Vare enginn skandall
Tók Rúnar engin karatespörk í tilefni dagsins ?
Rúnar hefur líka elst. Núna er það bara pípan og bjórinn.
Gumma LANDKYNNINGU var ekki boðið svo allt fór vel fram..
Post a Comment
<< Home