STEVEGYM.NET
Afmælisgrein Stevegym.net Gunnar Freyr master fertugur |
MASTERINN FERTUGUR Gunnar Freyr Rúnarsson sem gengur venjulegast undir nafninu Masterinn sem er stytting á leyni uppnefni hans sem við segjum ekki frá hér sökum sérstaks samnings við hann, varð fertugur í síðustu viku. Hann er fæddur í Reykjavík 8.sept. 1965. Gunnar er einn af stofnendum stevegym.net og því tilhlýðilegt að óska honum til hamingju með þennan áfanga og vonum að hann eigi eftir að eflast sem starfsmaður vefsins í framtíðinni sem og til skjóðunnar. Gunnar er þekktur sem fjölhæf persóna til margra hluta. Hann byrjaði ungur að tefla og vakti þjóðarathygli 11 ára gamall þegar hann sigraði stórmeistarann Friðrik Ólafsson í fjöltefli. Gunnar lagði þó ekki skákina sérstaklega fyrir sig en er þó nokkuð öflugur skákmaður og er þekktur sem stórmeistarabani í leiftur-hraðskák á netinu þar sem umhugsunartími er 1.mínúta. Eitt af einkennum Mastersins er enmitt að hann er fljótur að hugsa en lengi að framkvæma... Hann er virkur sem bréfskákmaður og er í landsliði Íslands ásamt því sem hann teflir á fullu á nokkrum skákserverum á netinu lengri skákir. Þá teflir hann einnig víkingaskák og japanska skák við hina og þessa froska. Gunnar hefur skúnkast svoldið sem golfari með kringum 100-200 í forgjöf og hefur skotið niður nokkra sjaldgæfa fugla. Einnig hefur hann keppt í allskonar skemmtiskokkum og götuhlaupum við óljósan orðstýr. Hinsvegar var hann betri sem lyftingamaður eitt sinn og á best um 100 í snörun og 130 í jafnhendingu og sat í stjórn Lyftingasambandsins um tíma. Gunnar hefur keppt nokkuð lengi í kraftlyftingum og unnið til margra verðlauna á Íslandsmótum og sérstaklega þó á réttstöðulyftumótunum. Bestu tölur hans í páver eru: 230 í beygjun,180 á bekk og 280 í réttstöðu. Hann þarf nú heldur að hressa sig í þessu því þeir geðbræður Sigurjón miðnæturdeddari og Bjarki hriki sækja nú fast að honum í deddinu... Gunnar hefur nú unnið á Kleppi á næturvöktum í 10 ár og er þar með reyndari og virtari starfsmönnum. Hann er reyndar útskrifaður sem sagnfræðingur úr Háskóla en finnst best að einbeita sér að því að róa niður liðið inn við sundin blá...Honum virðist það nú eðlislægt þar sem sjaldan hvorki dettur né drýpur af honum og sjúklingarnir róast venjulega við það eitt að sjá Masterinn birtast...Gunni er jafnframt um þessar mundir að læra til Félags og sjúkraliða og er staðráðinn í því að vera í skóla til áttrætts... Gunni hefur æft hjá Steve í ótal mörg ár, bæði í gamla og nýja gyminu og er alltaf vel virkur sem góður félagi og hjálpa mönnum á mótum sem annarsstaðar þegar þörf er á. Hann býr nú með tælenskri dömu sem heitir Deng og í framhaldi af þessu afmæli stefna þau að því að eignast börn og buru..og bætingu í deddi hjá Masternum.. ALLT ER FERTUGUM FÆRT...SÉ ÞEIM ÞAÐ NÓGU KÆRT... |
Flokkur Almennar fréttir | Fréttaritari KE | Heimild Sir Magister Cat | Dags. 12-09-2005 |
1 Comments:
Flott grein! - Er þetta framtíðarmynd af Masternum 60 ára?
Post a Comment
<< Home