Kominn
Þá er maður loksins kominn heim frá Síam, en ferðin var mjög viðburðarrík, en jafnframt mjög erfið, eins og vanalega því líkamlega verður maður allveg uppgefinn eftir mánaðardvöl í suðupotti. Það sama á við um andlegu hliðina, því ég hef ekkert getað bloggað, hvorki úti, né fyrstu dagana eftir að ég kom heim. Maturinn, svefnaðstaðan, hitinn og skrautleg skordýraflóra er kannski ekki það sem ég þoli best. Ég er nokkuð viss um að slappleikinn stafi af flugnaflensu og malaríu sem ég hef náð mér í þarna fyrir austan. Mánaðarferðalag er líka slæmt fyrir fjárhaginn sem og margt annað. T.d þoldi bíldruslan mín (Daihatzuinn) ekki mánaðarstopp á bílastæði. Hvað um það ævintýrið byrjaði strax á Leifstöð þar sem okkur var vísað útúr Flugleiðavélinni.
Framhald......
Framhald......
1 Comments:
Jæja,vinur varstu búinn að drekka þig augfullan strax...??
Post a Comment
<< Home