Friday, July 22, 2005

Nýr herramaður?

það gæti farið svo að ég kaupi af honum Sæma hjúkku nýtt eintak af Herramanni, þs Herramaðurinn II, en fyrir þá sem ekki vita þá fór Herramaðaðurinn I á haugana snemma í vor. Nýji bíllinn er árgerð 1984 og er því mjög ungur að árum. Ég hef eingöngu átt gamla bíla með sál. Þessi var sá alskemmtilegasti. Dodge Aspen árgerð 1979. Í honum gerðist mörg skemmtileg ævintýri, en bílinn fékk ég hjá Stefáni foringja í mai árið 1990. Þegar ég opnaði skottið sá ég að hann var fullur af jólagjöfum, sem Steve ætlaði að gefa fólkinu sínu, jólin á undan. Bílinn vakti mikla lukku á sínum tima og þetta var sannkölluð sukkkerra.


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, það er við hæfi að þú kaupir þennan Herramann 2 af Sæma...ég var búinn að auglýsa hann vel á stevegym.net svo þetta smellpassar allt..
Kveðja Magister

5:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Master!
Ungfrú MM segir að þetta sé ekki Benz á myndinni!
Ertu með sögufölsun? Ég læt ekki plata mig svo glatt!
Kveðja! Magister

3:54 PM  
Blogger Gunz said...

Er ekki kominn með myndina af Benzanum, en þetta er Dodzinn frá því 1990. Ég man hvað ungar konur féllu fyrir þessum bíl. Hefði mikið vijað eiga hann í dag :-)

4:14 PM  

Post a Comment

<< Home