Saturday, July 16, 2005

Upphafið

Sá þekktasti sem æfði í gömlu Orkulind var án efa Jón Páll Sigmarsson, en Orkulind hafði verið starfrækt frá upphafi níunda áratugsins. Í viðtalsbók Jóns Óskars Sólnes frá árinu 1987 er skemmtileg lýsing frá þessum tíma. Upphafið að því að Jón fór að æfa hjá Stefáni var að Jón hafði óvænt verið boðið að á keppnina, "Sterkasti maður heims" á Nýja Sjálandi árið 1983. Honum vegnaði framar vonum og náði öðru sæti. Hann meiddist illa á ökla á mótinu sem varð til þess að hann þurfti að taka það rólega um tíma og hóf að æfa í Orkulind, sem þá hét Orkubót, sem Stefán Hallgrímsson tugþrautakappi rak. Hann gat aðeins æft með léttum lóðum og þurfti því að innbyrgða færri kaloríur á dag sem varð til þess að hann grenntist og fór að fá áhuga á vaxtarrækt. Hjá Stefáni æfðu þá margir vaxtarræktarmenn og konur fyrir Íslandsmótið í vaxtarrækt 1984 og Jón Páll ákvað að skella sér í slaginn. Jón Páll varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta móti og þótti hann hafa grennst það mikið að undrun sætti. Hann vann sama ár keppnina sterkasti maður heims í fyrsta sinn og er það einsdæmi að einstaklingur vinni mót í vaxtarrækt og fái titilinn sterkasti maður heims á sama ári. Þegar Jón yfirgaf félaga sína í Jakabóli urðu þeir frekar súrir. Jón Páll segir svo frá:

Í Jakabóli voru þeir farnir að kalla mig skafrenninginn. Það vill stundum verða hnútukast milli æfingastaða og það var ekki laust við að þeim sem æfðu einungis í Jakabóli þætti ég vera að svíkja liðið með því að fara til Stebba Hallgríms og æfa þar, já það var eins og ég væri að svíkja félagana og þar stóðu menn ekkert með mér í þessu af því að ég var ekki að æfa kraftlyftingar eða lyftingar en tiplaði um á teppunum hjá Stíví. Þó kom ég stundum í Jakaból og lyfti tæpum 300 kílóum "reps" tíu sinnum. Þá voru strákarnir sem æfðu í Jakabóli að tala um hvað ég væri orðin máttlaus! Samt var ég miklu sterkari en þeir allir og var þó aðeins í vaxtarræktarformi.
(Jón Óskar Sólnes: Jón Páll. Sterkasti maður heims. Reykjavík, 1987, bls. 78)
The image “http://www.answers.com/main/content/wp/en/thumb/f/f1/250px-Jonpall.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flott hjá þér Master-fín byrjun! Meira svona!

7:59 AM  
Blogger Gunz said...

Ég geri allveg eins og Georg Lucas í Star Wars og byrja á fjórða hluta. Þetta var sem sagt 4. kaflinn í sögu Orkulindar. ÞS drög að 4. kafla. Jón Páll og Steve!

1:32 AM  

Post a Comment

<< Home