Friday, July 08, 2005

Skaga-Mangi

Skaga Mangi eða Magnús Magnússon er í miklum ham í skákinni þessa dagana, en hann teflir nú stíft á www.queenalice.com Þar er hann búinn að vera heppinn með andstæðinga og nú orðinn stigahæstur Íslendinga í klúbbnum, en hann er reyndar búinn að tefla frekar fáar skákir. Hann IAMC. IAMC er nafnið sem hann notar á vefnum en það þýðir að sjálfsögðu uppáhaldsknattspyrnulið hans, Man. City í Englandi og IA (AKRANES) á Íslandi. Magnús afrekaði markt á fyrri árum, meðal annars hjólaði hann tvisvar þvert yfir landið, safnaði hári niðrá bak og pældi í heimspeki. Magnús bjó í heilan áratug í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám í tækniteiknum, en lauk ekki námi. Til er kvikmyndahandrit sem byggt er á lífshlaupi Magnúsar, en í því er fjallað um Kaupmannahafnarár Magnúsar, en þar kynntist hann m.a Jónatan Karlsson trommusnillingi og Halldór Ólafssyn Faaborgmeistara. Það var margt brallað á þeim árum, en í lok síðustu aldar fór Magnús í pílagrímsferð til Philipseyja og stofnaði fjölskyldu í framhaldinu.





10 efstu Íslendingar á Queenalice

1.iamc 2580p
2.JimMorrisson 2529
3.fisherchessman 2519p
4.ROADRUNNER 2423
5.Haraldur 2410p
6.Handmilker 2322p
7.Karrppov 2279p
8.Flengmaster 2275p
9.THAILANDMASTER 2213p
10.Rafn 2157p
11.blikinn 2135 p

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ágæt grein hjá þér master..stundum flengmaster..(þú ert víst ekki þessi flengmaster á QuenAlice topp tíu Íslands listanum..) Skaga-Mangi er flottur- En flottastur var hann sem Hjóla-Mangi..þegar hann kom við á Langa Manga smbr. ferðasögu Magisters á stevegym.net 2.hluti sem dettur inn fljótlega..ROADRUNNER mun á næstunni sækja hart að IAMC á QuenAlice.. Skagamenn í boltanum hafa ekki þessar heilladísir með sér sem IAMC núna..þótt þeir hafi pakkað hörmulegum KR-ingum í síðasta leik..
Kveðja! ROADRUNNER

4:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Maður þarf túlk til að skilja þessar síður og öll viðurnefnin.

9:31 AM  
Blogger Gunz said...

Sorry, þurfti að fara út úr bænum, Húsavík og Aðaldal og gat því ekki klárað þetta. Ég heiti víst Karrppov, en Flengmaster er víst annar snillingur ættaður frá Hauganesi, en ekki ég eins og margir virðast halda. Thailandsmaster er Spari sjálfur og Roadrunner er Magister-Cat. En hann er í raun búinn að ná betri árangri en skaga-mangi, því mangi hefur teflt svo fáar skákir

12:54 PM  

Post a Comment

<< Home