Húsafellshellan
Ég hélt að ég myndi ekki mæta í Fjölskyldugarðinn til að horfa á lok kraftakeppninnar 18. júní. En eftir að Narfi starfsmaður RÚV sagðist ætla af taka upp klippur af mótinu, dreif ég mig á staðinn. Úrsus og félagar voru mjög heppnir með veður og mótið var að sama skapi mjög vel heppnað. Lokagreinin var hin fræga Húsafellshella, sem séra Snorri á Húsafelli lék sér með forðum. Snorri Björnsson var prestur á Húsafelli frá árunum 1756-1803 og ótal frásagnir eru til af kröftum hans og frægastur eru kvíarnar sem Snorri hlóð og aflraunasteinninn, Kvíahellan sjálf, sem hann átti að hafa leikið sér með og hljóp með í fanginu um túnin. Annars skilst mér að hálfsystur mínar tvær séu afkomendur kraftamannsins, en ekki ég, en en ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. En aflraunasteinninn sem notaður var í mótinu var eftirlíking af sjálfri hellunni, því hún er víst orðinn alfriðuð. Gott ef hún endar ekki á Heimsminjaskrá Sameinuðuþjóðanna einn daginn, en hana verður að geyma í heimahögum og því er hún nú geymd á Húsafelli. En steinninn góði í Laugardal er víst ein af mörgum eftirlíkingum Húsafellshellunar og er víst sagður systursteinn hellunnar, því hann er líka frá Húsafelli, en mér sýndist þessi vera örlítið breiðari og þeir töluðu um að hún væri jafnframt eilítið léttari. Ég átti kost á að reyna við steininn á sunnudaginn, þegar enginn sá, en lagði ekki í það núna, en ég reyndi við "orginalinn" fyrir mörgum mörgum árum á Húsafelli í rigningu og þynku. Gekk ekki vel þá, enda er hún ekki auðveld, því sumir keppendur áttu ekki auðvelt með hana heldur, enda er hún tæplega 186 kíló. Okkur Narfa fannst þó hálfleiðinlegt að ekki væri hægt að taka viðtöl á sjálfu 20. ára afmælismótinu, þannig að eftir mótið tók ég viðtöl við mótshaldarann Hjalta "Úrsus" og sigurvegarann Kristinn "Boris". Þetta var mitt fyrsta viðtal fyrir RÚV og vonandi ekki það síðasta, því þeir gátu notað það í Helgarsportinu á sunnudaginn. Til allra lukku þurfti ekki að toga upp úr þeim orðin, enda lá vel á þeim, en ég fékk að sjálfsögðu ekkert borgað fyrir vikið. Annars skilst mér að margir fréttamenn hafi farið í flækju í sínu fyrsta viðtali, en ég held að þetta hafi bara sloppið hjá mér, þótt ég hafi ekki verið tilbúinn með spurningar.
2 Comments:
hvaða kall er þetta með píunni?
Þette eru víst feðgin...Margrét Rúnarss og Rúni Brúni. (sem hætti að lita á sér hárið þegar hann varð sextugur)
Post a Comment
<< Home