17. júní
Hesteyri, Þinganes, Fiskiðjan Skagfirðings, Ker + Vís, Búnaðarbanki Íslands, KB banki. 22,5% eignahlutur í Keri og 13,1% eignarhlutur í Búnaðarbankanum. Flókið ekki satt, þessvegna botna ég ekkert í þessum árásum á hann Halldór okkar Ásgrímsson. Að sjálfsögðu var hann ekki að skara eld að eigin köku þótt fjölskylda hans hefði grætt 325 milljónir á kaupunum á bankanum. Halldór sjálfur hagnaðist einungis um nokkrar millur prívat og persónulega. Þeir Albert Guðmundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Árni okkar Johnsen drýgðu ennþá verri glæp. Hvað gerðu þeir annars af sér? Jú, þeir höfðu engann til að bakka sig upp, þegar þeirra mál komust fyrir almenningssjónir. Að sjálfsögðu þurfti Halldór ekki að láta vita af þessum eignartengslum, því þetta eru ekki stórar upphæðir, tja miðað við heildarupphæðina. Já, hvað eru nokkrir múrsteinar milli vina. Gleðilega þjóðhátíð.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home