Saturday, May 28, 2005

Dómeníkanska lýðveldið

Ég var að hlusta á fréttir á stöð 2 í kvöld og fréttin snérist um hentifánaskip sem eru að stela fisknum okkar. En það var ekki það glæpsamlega athæfi sem vakti áhuga minn heldur var sagt að skipin væru skráð í Domenica, fyrir utan eitt skip sem var hvergi skráð. Síðan kom ágætis fréttaskýring um að tekið væri fram til að valda ekki miskilningi að skipin væru ekki frá Dómeníkanska lýðveldinu, heldur frá eyjunni Domenica sem væri líka á Karabískahafinu en örlítið austar. Síðan horfði ég á fréttir hjá RÚV þar sem var tönglast á því að skipin væru frá Dómeníkanska lýðveldinu. Fréttastofa Rúv verður heldur betur að taka sér tak ef þeir ætla að rugla svona ólíkum löndum saman aftur og aftur. Þessi virtasta fréttastofa landsins ætti að hafa gömlu landabréfabókina hjá sér næst þegar þeir bulla svona. Ég reikna með að frétt stöð 2 sé rétt, þar sem mér sýndist að Þóra Arnórsdóttir væri að flytja hana, en ég hef þvílíkt álit á henni. Mikill munur er á þessum eyjum. Dominika er 750 ferkilometrar og þar búa einungis 87.000. Í Dómeníkanska lýðveldinu búa 8.621.000 og hún er víst 48.734 ferkílómetrar, ef Haiti er ekki talin með. Ef mig misminnir ekki þá kallaði Columbus og hans menn eyjuna Hispaniola þegar þeir komu þangað fyrst árið 1492 og er Dómeníkanska lýðveldið tveir þriðju af eyjunni, því Haiti og Dómeníkanska lýðveldið deila með sér sömu eyju, en löndin tvö eru mjög ólík. Einhverskonar kreolafranska er töluð á Haiti, en spænska í Dómeníkanska. Svo er mikil skálmöld á Haiti meðan friðsæld ríkir í Dómeníkanska. Höfuðborg Dómenikanska lýðveldisins heitir Santa Domingo og hún er mun fjölmennari en þessi blessaða eyja Domenica. Dómenikanska lýðveldið er víst alger paradís og þangað hafa sumir Íslendingar sótt sér konu.


The image “http://www.stehsegelrevue.com/spot/weather/caribbean_sea/pix/caribbean_sea.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home