Thursday, May 26, 2005

Dramatík

Leikurinn í gær var hreint út sagt stórkostlegur og bauð upp á allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Að vinna sig út úr stöðunni 3-0 og hampa evrópubikarnum er ævintýri líkast. Og þótt ég þykist styðja Miland á Ítalíu, þá er enska taugin svo sterk að ég gat ekki annað en samfagnað Liverpoolliðinu í gær. Svo er líka spænskur andi yfir Liverpool núna og dómari leiksins var spænsku að mér skilst. Hin spænski Morientes var aðeins áhorfandi, en hann kom til Liverpool í vetur. Þeir eiga eftir að bæta sig mikið og vonandi er fræðilegur möguleiki að þeir fái að verja titilinn. Þetta er víst í fyrsta skipti í sögunni sem evrópumeistararnir fái ekki að verja tiltil sinn í Meistaradeildinni (eða gömlu evrópukeppni meistaraliða). Þvi það verða Everton frá Liverpool sem keppa í Meistaradeildinni á næsta ári að öllu óbreyttu. Skrítnar reglur, en Liverpool stöðu seg ekki nógu vel í ensku deildinni og enduð fyrir neðan Everton. Mér skilst að ansi margir Liverpoolaðdáendur hafi farið að gera eitthvað allt annað í hálfleik og mistu því að allri gleðinni. Heyrði í einum vinnufélaga í sima í gær, en hann hafði hætt að fylgjast með í hálfleik. Hann ásakaði mig að sjálfsögðu um lygi þegar ég sagði honum að framlenging væri að hefjast. Þessi leikur slær sennilega við hinum ódauðlega leik í Barcelona árið 1999, þar sem Man Utd náði að stela sigrinum gegn Bayern í uppbótartíma, en staðan var 1-0 fyrir Bayern þegar leiktíminn var að enda, en Solskjer og Sheringham kláruðu leikinn fyrir Man. Utd. Svo er Dudek heldur betur að koma til og er farinn að minna á annan frægan meistara, Grobba sjálfan.
The image “http://www.soccerweb.de/liv/lge/lge/pic/grobbelar.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home