Hluti af leiknum
Þessi frasi fer allveg gífurlega í taugarnar á mér. Oft er hann notaður um vafasama atburði á fótboltavellinum. Kolranga dóma, vítaspyrnur osf og síðan er bara ippt öxlum og tautað: þetta er bara hluti af leiknum. Þess vegna er knattspyrnan svona vinsæl. Þessi hugleiðing er vegna marksins sem Liverpool "skoraði" gegn Chelsea. Að mínum dómi var þetta ekki mark og engin af þessum tuttugu kvikmyndavélum á vellinum náði þessu nógu vel, þegar Gallas hreinsaði á línu, að mínu mati. Línuvörður var sennilega ekki í aðstöðu til að sjá, frekar en dómarinn. Meira að segja Eiður Smári notaði þennan fúla frasa eftir leikinn. Bara hluti af leiknum. ÓÞOLANDI. Ég vil fá rafeindarbúnað í markið. Það er svo mikið í húfi. Þetta er ekki Olsen Olsen. Annars samgleðst ég Liverpool mönnum, þeir eiga svo sannarlega skilið að fá dollu, enda var ég svo sem búinn að spá þessum úrslitum. Og Eiður karlinn hlýtur að naga sig í handarbökin fyrir að hitta ekki á ramman í síðasta og besta færi leiksins, á 94 mínútu. Þeir eiga síðan eftir að mæta Miland (Milan) að öllum líkindum í úrslitum. Þeir gætu allveg unnið, en til þess þurfa þeir að eiga toppleik. Þeir hafa jú ekki verið að sýna mikið í deildinni í vetur og eru í 5. sæti, ef ég man þetta rétt. Ég þekki svo marga dapra Liverpoolmenn, sem eru orðnir langeygðir eftir árangri. Vil alls ekki að þeir verði þunglyndari. En ég kreftst þess að svona umdeild atvik verði foráðamönnum FÍFA umhugsunarefni. Svona á ekki að eiga sér stað á 21. öldinni. Ég er ekki að tala um að tefja leikinn með einhverjum kvikmyndasýningum, eins og er notað í ameríska fótboltanum. Bara að nota einfalda tækni.
5 Comments:
Góð pæling en ekki sammála enda Púlari. Þetta er hluti af leiknum og það væri ekki gaman ef það væri búið að sterilesara leikinn með eintómum stoppum og kjaftæði. Öll þessi vafamál er það skemmtilegasta í boltanum
Ég hefði viljað hafa græjur eins og notaðar eru í Tennis, hniti osf. En maður skilur þessa íhaldsemi, ef þessu verður breytt, þ´s gæti það skapað fordæmi. En í leiknum í gær skoraði línuvörðurinn. En tuttugu myndavélar, rúmlega 40. þús áhorfendur og milljórnir áhorfanda sáu...já, það verður allavegana munað eftir þessu
Miland hafði þetta í lokinn. Tæpt var það. Milan vann PSV með marki á útivelli, en töpuðu áðan 1-3, eða samtals 3-3. Það verða sem sagt Miland gegn Liverpool í Tyrklandi. Já í Tyrklandi. Þetta hlýtur að vera miskilningur.
Það hentar Lpool vel að spila gegn Milan. Þeir verða taldir litla liðið og geta því lagst í skotgrafirnar. Þetta verður samt örugglega hundleiðinlegur leikur og lítið skorað. Það væri gaman að fara til Tyrklands................
Og Halim Al verður leiðsögumaður. Ég ætla allavegana að gefa honum einn "good moren"
Post a Comment
<< Home