Ekki myndi ég nenna að halda dagbók, með fullri virðingu fyrir þeirri listgrein. En bloggið er mín dagbók og oft á tíðum kem ég inná einhverjar aðrar persónur, eða lendi í að fjalla ógætilega um aðrar persónur. Ég hef stundum fengið blogg í hausinn, t.d birt fjölskyldumyndir sem ekki hafa verið par vinsælar eða farið inná einhver viðkvæm svið. Ég fékk nefnilega blogg í hausinn í vikunni. Eldgamalt blogg, þar sem ég var að fjalla um ákveðinar nafngreindar persónur, sem ég þekki. Það sem er allt í lagi í dag gæti verið viðkvæmt á morgun. Ég á erfitt með að vera að með einhverja ritskoðun, en ef ég hef farið yfir strikið, þá reyni ég að lagfæra það ef við á. Dæmi um það eru nokkur og um marga félaga mína hef ég ekkert þorað að skrifa um. Hef til dæmis ekkert skrifað um Hercúles hinn sterka, því ég þori ekki að lenda í krumlunum á honum. Hann er maður sem reif upp að aftan stóra rútu í Sviss og hélt henni með fullt af farþegum, meðan rútúbílstjórinn skipti um dekk. Eftir það festist nafnið við hann. Netið er auðvitað orðið býsna svæsið. Ef ég skrifa eitthvað ógeðslegt um einhvern, þá er hægt að finna þetta auðveldlega á bestu leitarvélum. Bloggið um daginn var frekar fyndin ýkjusaga, ekki neitt í henni var satt og margt stórlega ýkt. En ég var svosem ekki að ljúga neinu. Bara allt eftir minni. Enda er ég líka með svokallað gullfiskaminni, sem er andstæðan við límmiðaminni. En sagan fannst með leit á Google og hún kom sér illa fyrir ákveðinn aðila. Í þessu dæmi var Google leitarvélin sem kom með bloggið mitt, þegar ákveðið leitarorð var slegið inn. Það nægir ekki að breyta textanum, því Google tekur afrit af öllu og því getur bloggið hangið inní margar vikur, mánuði eða ár. Ef til dæmis Viddi Veiðhnífur fengi tölvudellu og myndi ákveða að setja alla á "svarta" listann sem hafa verið að skrifa "illa" um hann. Þá færi hann bara á leitarvélina og finnur okkur Stevegymmenn. Svona er Tölvuöldin. Það fékk hann Heiddi Snyrtir að finna fyrir á sínum tíma. En ég er ekki MBL.IS. Það eru bara 3-4 sem lesa mig og því vil ég halda mínu ritfrelsi.
Gunnar Freyr: February 2005... Viddi Veiðihnífur. Sumar myndirnar sem ég tók á bekkpressumótinu voru í bestu
... Viddi Veiðihnífur náði ekki að verða Íslandsmeistari eins og á ...
chess4cubalibre.blogspot.com/ 2005_02_01_chess4cubalibre_archive.html - 49k - Cached - Similar pages Gunnar Freyr: November 2004
... Viddi Veiðihnífur vann 90 kg flokkinn mjög óvænt, því Skari Skafningur ...
Viddi Veiðihnífur verður með. Viðar Eysteinsson Veiðihnífur verður með á ...
chess4cubalibre.blogspot.com/ 2004_11_01_chess4cubalibre_archive.html - 123k - Cached - Similar pages
Steve Gym - Fréttir
... Viddi veiðihnífur genginn út. 20041125 ... Viddi veiðihnífur verður með í
réttstöðunni.. 20041118 ... Viddi veiðihnífur orðinn viðhaldsstjóri.. 20040821 ...
www.stevegym.net/frettasafn.php - 257k - Cached - Similar pages
Steve Gym - Fanta Shokata
... Viddi Veiðihnífur! : Hér MASTER ON CUBA!: Hér! BENNI Í DANAVELDI!: Hér!
Ísskápurinn hjá estrogen:Hér! Ölli og draumarnir: Hér! Hjörtur í action: Hér! ...
www.stevegym.net/fanta_sokata.php - 11k - Cached - Similar pages
[ More results from www.stevegym.net ]
Jóhannes Ásgeir Eiríksson: júní 2004... Viddi veiðihnífur í bann. Var að lesa á Steve Gym að setja ætti Vidda veiðihníf
í æfingabann. Það er svo annað mál hver á að flytja honum fréttina. ...
johannes-eiriksson.blogspot.com/ 2004_06_01_johannes-eiriksson_archive.html - 143k - Cached - Similar pages
.
7 Comments:
Er þetta viddi veiðihnífur á þessari mynd? hann er rosalegur! ég myndi ekki vilja mæta honum í myrkri miðborgarinnar
Nei, þetta er Magister-Cat í þokkalegu formi. Vona að þetta valdi brjálaðislegum miskilningi. :)
ÞAÐ ÞARF BARA EINHVER AÐ TAKA VIDDA OG LÚSKRA AÐEINS Á HONUM ÞÁ KEMST HANN I SAMBAND VIÐ RAUNVERULEIKAN OG EF ÞAÐ GENGUR EKKI ÞA ÞARF BARA AÐ GERA ÞAÐ AFTUR
Hrikalega er þessi viddi veiðihnífur massaður á þessari mynd. Ekki vildi ég lenda í honum. Hef samt oft séð hann ég kannski renni mér upp að honum næst og gef honum einn gúd morning...
Uff, smá miskilningur, Viddi hefur ekkert sett út á bloggið mitt, mér er til efs að Viddi hafi nokkru sinnið farið á netið. 'Eg tók bara dæmi ef Viddi fengi einhverja paranoiu....Steve foringi og Viddi kunna ekkert á tölvur, held ég
Eins og ég segi, mér finnst afskaplega leitt að hafa valdið honum Vidda þessum óþægindum. Hann er algerlega saklaus! :)
Blessaður Master minn sæll og glaður! Þetta er í fínu lagi mín vegna og Viddi er nú bara fínasti geðsjúklingur inn við beinið, og ég vona að enginn fari að lúskra á honum eða ÞÉR!!
kVEÐJA! Sir Magister Cat
Post a Comment
<< Home