Monday, April 11, 2005

Sverrir Olsen

Fallinn er frá gamall og góður félagi úr Stevegym. Sverrir Olsen byrjaði að æfa lyftingar í gamla Stevegym í Brautarholti kominn vel á sjötugsaldurinn. Hann setti nokkur Íslandsmet öldunga í kraftlyftingum og var jafnan mjög áhugasamur og jákvæður. Hann starfaði sem útfararstjóri síðasta áratuginn og jarðaði meðal annars nokkra forfeður mína, en áður hafði hann rekið eina stærstu Vélsmiðju landsins á Suðurnesjum. Hann var allveg ótrúlega ungur í anda og var óhræddur við að prófa nýja hluti, eins og byrja að æfa lyftingar á gamals aldri eða fara í tungumálanám. Ég hitti Sverri oft á Kaffihúsinu í Skipholtinu, þar sem hann sat með Valbirni Þorláks, Óla Múr eða Björgúlfi Stefánssyni. Það kom mér ekki á óvart að hann var gæfumaður í einkalífi.
Sverrir Olsen

Sverrir
Olsen
útfararstjóri

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

FÍN GREIN HJÁ ÞÉR MASTER!

1:14 AM  

Post a Comment

<< Home