Thursday, March 24, 2005

Fischer kemur!

Þetta verður örugglega heljarinnar fjölmiðlasirkus í kvöld þegar Bobby kemur til landsins. Ég heyrði í fréttum áðan að hann myndi hugsanlega koma með einkaþotu frá Stöð 2, sem myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli til að minnka hugsanlega paranoju Fischers gagnvart Keflavíkurflugvelli. Eins og ég sagði áður spái ég að hann vilji ekki vera of lengi hérna, sérstaklega vegna athyglinnar og fjölmiðlahasars sem hér mun skapast. Ég vona þó að ég fái að hitta goðið í sumar, þegar hann hefur náð að safna kröftum Hugsanlega kynnir hann Fischer Random afbrigðið fyrir fjölmiðlum og teflir fjöltefli við skúnka eins og mig. Sjálfur hef ég verið að æfa mig að tefla þetta afbrigði í bréfskákformi á http://www.schemingmind.com og hef verið að fikta við önnur afbrigði af "skák", eins og Víkingaskák, Kínverskaskák og Japanska skák (shogi), en ég hef algerlega fyrirgert frama mínum í þeirri grein, vegna þess að ég vil helst ekki þurfa að mæta japönskum leyniþjónustumönnum úr sendiráðinu, því sendiráð Japana hefur nefnilega verið að kynna leikinn fyrir áhugasömum, en þessi skrif mín um Japani hafa dregið úr mér kjarkinn að hitta þessa skriffina úr Kauphöllinni. Blogg mitt, sem ég samdi á 1-2 mínútum endaði á hinni skemmtilegu tenglasíðu
http://www.forvitni.net, en ég skrifað bloggið um Sæma Rokk í mikilli reiði þegar allt útlit var fyrir að Fischer yrði framseldur til Bandaríkjana, þar sem hann hefði örugglega endað líf sitt innan um raðnauðgara. En hvar er Fide alþjóðasamband skákmanna núna í vandræðum Bobbys? Snorri Bergz skákmeistari svaraði með sínum alkunna aulahúmor á bloggsíðu skákmanna. Fide er auðvitað í Sviss!
The image “http://images.amazon.com/images/P/0060510242.01.LZZZZZZZ.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home