Wednesday, February 16, 2005

THE SUN

Fjölmiðlar eiga ekki að trúa öllu sem kemur fram í gulu pressunni í Bretlandi. Þar sem hver sem er getur selt sína frásagnir til blaðana af frægum persónum. Man einhver eftir Rebeccu Loos, eða hvað hét hún aftur gæran sem sagðist hafa sofið hjá Beckham. Hún varð margfaldur milljónamæringur og fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð. Þetta mál með Eið Smára og ölvunaraksturinn var blásið upp í nær öllum fjölmiðlum hér heima. Ég hefði sjálfur ekki átt að falla í þá gryfju að taka þátt í umræðunni á mánudaginn. Ég er sjálfur áskrifandi af News of the world, sem er eins og Sun getur bullað endalaust um fræga fólkið. Í Bretlandi veit fólk þó að meira en helmingurinn sem í þessi blöð er skrifað er lygi. Ég les þetta bull í hverri viku og hef gaman að, en ég held að blaðamenska af þessu tagi geti ekki þrifist á Íslandi. Blað eins og DV mun varla lifa árið af. Þeir eru kannski að móðga nokkra fjölskyldur í hverju blaði. Fjölskyldurnar eiga vini og ættingja og á endanum kaupir enginn blaðið lengur vegna þess að allir eru í sárum. DV var til dæmis að skrifa um föður minn um daginn og ég bjóst við að þeir myndu taka hann meira fyrir vegna Eurovision, en sú hefur ekki orðið raunin ennþá. Hvað um það ég hef gaman af slúðri. Les alltaf DV, Daily Mirror og The People þegar ég fer á Súffistann. (Sem er nær daglega!) Var ekki einhver frægur rithöfundur sem las ekkert annað en slúðurblöðin til að auðga andann. Mig minnir að það hafi verið Isak Singer nóbelsverðlaunahafi. Við nærumst öll á þessu. En hvað er þetta með ölvunarakstur? Í Thailandi er í fínu lagi að keyra fullur, já drekka heila flösku af whiskey og keyra á knæpuna, þótt lögreglan sé út um allt, en ef þú gleymir að spenna beltin eða brýtur umferðareglur þá þarft þú að borga, Í besta falli mútur til að losna við skriffinsku og fangelsi. Eins mátt þú ekki keyra skellinöðru án þess að hafa hjálm, en þú mátt vera með kornabarn aftan á hjólinu og það þykir engum neitt merkilegt, en mér fannst það hins vegar óhugnarlegt.
The image “http://www.sport.is/files/669869942Eidur_hendi.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home