Útvarpstöðvar lagðar niður
Þeir hjá Norðurljósum hafa lagt niður uppáhaldsútvarpstöð mína Skonrokk, ásamt einhverjum öðrum stöðvum, sem ég hlustaði reyndar aldrei á, en hafa eflaust átt sinn digga aðdáendahóp. Sérstaklega sé ég eftir íþróttaþættinum "Mín skoðun með Valtý Birni", sem var alla virka daga frá 12-14. Það var merkilegt að sama dag og Valtýr færði þátttinn sinn á hærra plan, þegar þeir byrjuðu með sama þátt á Sýn í gær, þá voru stöðvarnar lagðar niður. Sama með þáttinn, Tvíhöfða sem naut fádæma vinsælda og var sendur út á tveim útvarpstöðvum í einu. Þetta hefur greinilega verið fyrir löngu ákveðið að hætta sama dag og Valtýr & co fóru í sjónvarpið. Sá þáttur verður bara einu sinni í viku og mér finnst að þessi þáttur eigi jafnvel fremur heima í útvarpi. En hvað er að gerast á hinni uppáhaldstöð minni Útvarp Sögu. Þar er allt komið í hund og kött og þrír af fjórum fyrrum eigendum hafa gengið út og Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært þá Inga Hrafn, Hallgrím Thorsteinsson og Skeggaja til Efnahagsafbrotadeildar lögreglunar. Það var aumkunarlegt að heyra Arnþrúði rífast við Hallgrím í þættinum Ísland í dag. Allveg fáránleg deila. Sama verð ég að segja um deilu Viggós Sigurðssonar og hins íslensks kúbanska García. Viggó hefur að mínu viti fallið á fyrsta prófinu. Hann er að eyða alltof mikilli orku í þessa fáránlegu deilu nokkrum dögum fyrir HM í Túnis. Auðvitað átti ekki að velja Garcia í landsliðið og það er mín skoðun að ekki eigi að veita einhverjum meðalskussum í handbolta, ríkisborgararétt á silfurfati, sem síðan forða sér um leið til evrópu og koma aldrei til Ísland meir, eins og Duranona og Garcia, meðan venjulegt fólk, eins og skyldmenni nýbúa sem hingað koma er gert ókleift að heimsækja ættingja, nema kanski að svindla sér. Íslenskum stjórnvöldum væri nær að veita Bobby Fischer íslenskt vegabréf að mannúðarástæðum, frekar en að púkka upp á einhverja íþróttamenn, sem stunda íþrótt, sem er númer tvöhundruð á lista yfir vinsælustu íþróttagreina heims, nokkrum sætum á eftir indversku rottuhlaupi, sem er vinælli. Bobby Fischer á það inni hjá Íslendingum að honum sé bjargað frá "JAPLANDI", þar sem hann hefur verið lokaður inni í hálft ár. Hér náði hann heimsmeistaratitli sínum árið 1972 í einvígi aldarinnar, sem vakti heimsathygli.
3 Comments:
Thad hefdi verid haegt ad leysa thetta Garcia mal odru visi, eins og Gaupi (stod2) benti a. Thad er vid stjorn HSI ad sakast. Eg hef ekkert a moti Garcia og hef fulla samud med honum, en thad verdur samt eitt yfir alla ad ganga///.....(hvernig fae eg islenska stafi i thennan tolvugarm sem eg keypti i Thailandi? Eg er med windows Millenium og hef sett faerustu tolvumenn i malid)
Hæ master, ég vil votta þér samúð mína með fráfalli afa þíns, hann hefur örugglega verið hörku nagli. hvernig er þetta með andan, á ekki að fara að mæta í raunveruleikan.l Er búinn að festa kaup á nýrri gjörð og vafningum í Medíco og þvílíkur munur. tók 205 i beygju strax og fer vonandi að taka 170 á bekk aflið er mjög gott er búinn að taka 160x3 mæti í andan á mánudaginn 17.01 þú mætir þinn spjóti
Þakka þér fyrir, ég verð að fara að mæta. Ertu þá kominn aftur heim í Stevegym? (raunveruleikann)
Post a Comment
<< Home