Sunday, January 02, 2005

Áramótin

Áramótagleðin byrjaði um miðjan daginn þegar ég opnaði fyrsta bjórinn. Við fórum í mat uppí Breiðholt til Gumma og Eat, en kíktum svo til mömmu til að horfa á skaupið. Annað árið í röð sofnaði ég yfir skaupinu. Var svo sem ekkert svektur með það. Var skaupið ekki annars frekar lélegt? Fór svo heim til að skjóta upp nokkrum flugeldum og horfa á Útvarpsstjórann tala um Inga T og Sigvalda Kaldalóns. Alltaf er þeta ömurlega efni jafn sjarmerandi. Horfði svo á myndina Stella í framboði, en klukkan tvö var ég allveg að lognast útaf vegna þreytu. Eitthvað var lítið um gestagang. Flestir voru í heimapartíum, en þeir Thailandsfarar Jónas og Atlovitz kíktu við áður en þeir fóru í bæinn. Halli Baldurss komst ekki í veisluna, enda var hann að fylgja heitkonu sinni á árshátíð Haitívina. Ég ákvað klukkan hálf þrjú að drífa mig í eitthvað heimapartí. Við fórum á Vesturgötuna þar sem Jón Ólafsson býr, en hann er bróðir Halldórs Faaborgmeistara. Þar var slatti af liði, m.a nokkrir háttsett fólk úr háskólasamfélaginu. M.a var þarna Helga Kress sem færði mér prófskirteinið þarna um árið. Hún var allt öðru vísi en ég hafði ímyndað mér. Hún er hið mesta partíljón og hin hressasta. Ég hafði greinilega hlustað of mikið á Hólmstein Hannes í fjölmiðlum, en hann hefur verið með hana gjörsamlega á heilanum, eins og Halldór Kiljan Laxness. Eitt af fyrstu bloggunum mínum var einmitt endursögn á sögu um innbrot hjá Hannesi, þar sem Helga Kress mikið við sögu. Helga var mjög forvitin og vildi vita hverja manna ég væri. Mér láðist að segja henni um frændsemi mína við dr. Hólmstein Hannes. Hjá dr. Jóni flaut allt í áfengi, þannig að ég náði að vakna aðeins. Fórum svo seinna um nóttina á Ópus við Hafnarstræti sem áður gekk undir nafninu Píanóbarinn. Þar var mikið af fólki, m.a Óskar Haraldsson, Atlóvitz, Halli Baldurss og Lísa frá Haití. Annarstaðar í Hafarstræti hitti ég svo þá Gullfoss og Geysi, en þar sem ég var allveg að líða útaf, gat ég ekki farið með þeim í partí heim til Gufubaðsstjórans.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home