Sunday, December 26, 2004

Jörð skelfur í Asíu

Maður er varla lentur, þegar þær fréttir berast að jörð skelfi í Asíu. Íslendingar hafa miklar áhyggjur af sínu fólki í Asíu og hjá Utanríkisráðuneytinu hefur síminn hefur ekki stoppað og við erum að gera ráðstafanir til að fá fleiri starfsmenn til að koma og svara upphringingum,“ sagði Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu á Mbl.is. Vissi um eina frænku sem hafði verið að spyrjast fyrir um mig, hvort ég væri kominn. Virðist hafa orðið miklir jarðskjálftar og flóðbylgjur í Suðaustur-Asíu. Í Thailandi varð mikil eyðilegging í Phuket og margra er saknað. Þangað hef ég aldrei komið. Phuket er mjög sunnarlega og liggur að Indlandshafi. Þangað ætlaði ég að fara og þar er víst mjög fallegt, en mjög dýrt að vera og margir segja að menn hafi ekki komið til Thailands nema að fara til Phukets. Það sagði Hemmi Gunn alla vegana við einkunnarmeistarann. Ég held samt að Chang Mai sé mest spennandi. Hef reyndar til hvorugs staðarins farið.
The image “http://www.gothailand.com/phuket/images/james.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.