Friday, December 03, 2004

Alltof seint. Það hefði átti að fella morðingjana fyrr

Ekki misskilja mig. Ég hef alltaf verið á móti stríðinu í Írak. En afhverju er allt vitlaust núna. Innrás Bandaríkjamanna og hundtryggra vina þeirra var gerð í febrúar 2003, ef ég man þetta rétt, en síðan voru haldnar kosningar á Íslandi í maí á sama ári. Hvað gerðist? Jú, landsmenn gengu að kjörborðinu og kusu gömlu fyllibitturnar, þá Halldór og Dabba aftur til valda. Mennina sem tóku þessa ídjótísku ákvörðun einir á fylleríi að styðja vin okkar Bush við að bomba Íraka á steinaldarstígið enn eina ferðina. Af hverju í ósköpunum tók stjórnarandstaðan þetta ekki upp í kosningabaráttunni þá. Ég man að ég og Haukur "kommi" Hauksson hittum einn þungaviktamann úr Vinstri Grænum á Kaffi París sumarið 2003 og var hann sammála okkur um að það hafi verið mistök að hafa ekki sett þetta mál á oddinn í kosningabaráttunni um vorið. Okkur skorti hugrekki sagði hann. Málið hefur verið að fyrstu mánuðina gekk allt upp í stríðsrekstrinum og mótmæli hér sem annars staðar fjöruðu út. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom síðan með þau geggjuðu ummæli í Kastljósþætti (held ég að það hafi verið) að mannfall í Írak hafi bara verið eins og eitt lítið bílslys. Einungis hefðu fallið 2-3 breskir hermenn. Sem var allveg sérstaklega ósmekkleg samlíking, því hann gleymdi allveg að minnast á alla saklausu arabana sem höfðu fallið í loftáráunum. Þetta litla bílslys sem Davíð talaði um er nú orðið eithvað um 100.00 manna bílslys. Ég kenni aðalega íslenskum kjósendum um að við séum ennþá á þessum lista, hinna hundtryggu þjóða. Eða eins og Hjálmar Árnason sagði á sínum tíma, "Við studdum þetta stríð fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum". Hann var þá eini stjórnarþingmaðurinn sem viðurkenndi það beint! Sá sami Hjálmar fór svo nýlega að bulla um að það kæmi til greina að taka okkur Íslendinga af þessum lista. Sem betur fer fór hann beint á svarta listann hjá Dabba feita vegna þessara ummæla. Og að heyra suma stjórnarþingmenn líkja Íraksstrtíðinu við drullupittinn í Vietnam er allveg óþolandi svik. Já, helvítis afturhaldskommatittir að hefja umræðu um þetta stríð. Það er alger óþarfi. Já hann Ali litli var einn af þeim heppnu. Hann er ekki einn af þessum 100.000 mönnum sem fórust. Missti að vísu alla útlimi, en heppinn samt.
The image “http://www.embargos.de/irak/irakkrieg2/statement/ali_abbas_injured_20030526.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

http://aztlan.net/unclesambutcher.htm

http://aztlan.net/aliabbas.jpg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home