Wednesday, November 24, 2004

Sterkasti bekkpressari í heimi

Þetta video er hreint út sagt klikkun. Þarna fáum við að sjá Gene Rychlak USA lyfta fyrstur 1000 pundum eða heil 456kg í bekkpressu. Reyndar er hann með ansi frjálslega aðferð og takið þið eftir bekkpressubolnum sem hann er í, en hann er úr efni sem er greinilega ekki samþykt af virtasta sambandinu IPF. Þótt þessi lyfta sé í meira í lagi vafasöm, þá skal bent á það að heimsmet IPF er um hundrað kílóum minna og Íslandsmetið er AÐEINS 280 kg!

Gene tekur 1000 pund í bekkpressu
Viðtal við kappann
Fleirri kraftmyndbönd

0 Comments:

Post a Comment

<< Home