Monday, November 15, 2004

Íslandsmótið í réttstöðu

Eins og menn vita er keppt í þremur greinum kraftlyftinga. Bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Þeir sem ná langt eru þá yfirleitt með allar þrjár greinarnar í lagi. Þó eru til menn sem eru þannig vaxnir að þeir geta hreinlega ekki neitt í einni grein. Það er til dæmis algengt að menn með stutta vöðva eru oft góðir í bekkpressu og hnébeygju, meðan aðrir eru kanski bara góðir í réttstöðulyftu og hafa þá kanski mjög langa handleggi og langt bak. En það sem skiptir mestu máli, er að hafa rétta hugarfarið, æfinginn skapar meistarann. Hér á Íslandi fór Kraftlyftingasambandið að halda sér mót í bekkpressu fyrir rúmlega áratug síðan. Og í lok ársins 1999 var fyrsta Íslandsmótið í réttstöðulyftu haldið, en Kári Elíson sá að mestu um að halda það mót. Mótið var haldið í Þórscafe og tókst í alla staði mjög vel, en einhverjum fannst það vera slæmt að halda mótið á svona vafasömum stað. Mótið var kallað Deddmót aldarinnar. Ég var plataður til að vera með í því móti. Var í engu formi, en náði að taka tvær æfingar. Tók 200 kg á seinni æfingunni, en náði svo að skila 220 kg í mótinu. Ég var einn í 100 kg flokki, því miður kanski, en það var til þess að ég var krýndur Íslandsmeistari. Reyndar tók ég meira en báðir keppendur í 125 kg plús, en það voru þeir Benedikt Magnússon, sem þá var einungis 16. ára og Grétar Hrafnsson, en þeir lyftu báðir 217,5 kg. Reyndar fór eitthvaðúrskeiðis hjá Benna, en hann reyndi við 240 kg á þessu móti, ef ég man rétt, en það klikkaði eða fékk ógilt. Um kvöldið tók hann 260 kg í miklum anda í Stevegym. Allir sem fylgjast með kraftlyftingum vita að Benni er ennþá okkar mesta efni, en hann tók nýlega 400,5 kg í réttstöðulyftu og var fyrstur Íslendinga til að taka 400 kg. Ég keppti á mótinu árið eftir og var þá einn í 110 kg flokki, en háði samt einvígi við félaga minn Guðjón Guðmundsson leikara, og tók þá 265 kg, en hann tók eithvað minna, enda var hann bara í 90 kg flokki. Næsta ár tapaði ég svo örugglega fyrir Invari Ingvarssyni í 110 kg flokki og lenti í öðru sæti. Fyrir tveim árum tapaði ég svo fyrir Ægir og Invari í 110 kg flokki. En mér hefði dugað að taka 280 kg, því þeir fóru báðir í 300 kg og klikkuðu. Ég fór í 280 kg, en það fór ekki upp. En það vantaði ekki mikið uppá. Í fyrra skráði í mig í 125 kg, en var þá c.a 108 kg. þrem vikum fyrir mót. Ég ákvað þá að gaman væri að taka á mataræðinu og fara niðri 100 kg, sem ég átti séns í að vinna. Það tókst mér síðan á rúmlega tveim vikum, en reyndar kom einn helsterkur maður óvænt upp úr 90 kg flokki og vann mig örugglega, en hann tók 300 kg. Enga síður var ég ánægður með árangurinn 265 kg, eftir mikla grenningu. Ég auðvitað rétt slapp í flokkinn, en þatta var mjög lærdómsríkt. Það sama mun gerast núna, því ég ætla að fara niður 100 kg flokkinn (létta mig um 5 kg) eftir að hafa klikkað illilega á æfingu í kvöld. Ég nefnilega tognaði aðeins í lyftunni í dag og hafði ekki þyngdina, sem var 270 kg. Maður á aldrei að afsaka sig, en ég ætlað samt að gera það svona til gamans.

1. Mótið í Njarðvík tók hrikalega úr okkur, við Kári gátum ekkert nært okkur í 6 tíma
2. Fór til tannlæknis kl 1.00 í dag og var vel eftir mig
3. Sat í þrjá tíma á skólabekk í félagsliðanum í dag.
4. Vaknaði snemma eða kl 9.00 til að keyra Deng í vinnu. Var ósofinn.
5. Tefldi bulletskákir (1 min. skákir) í 3-4 tíma, síðustu nótt.
6. Pallurinn hjá Steve er allur skakkur.
7. Notaði ekki barnapúður á lærinn, sem hjálpar manni að klára lyftuna.
8. Á ekki nógu góða stálbrók. Sú gamla gefur mér mesta lagi 5 kg.
9. Hef ekki æft neinar hnébeygju að viti og er því ekki sterkur í löppum.
10. Ég á ekki einu sinni lyftingabelti, svo mikill aumingi er ég. Beltið hans Kára, sem ég notaði í dag, hentar mér ekki, en beltið hans Bjarka Geysis hentar mér mun betur.

Held bara að þegar ég lít yfir þennan afsökunarlista, þá get ég verið bjartsýnn þrátt fyrir allt. Ætla allavegan að reyna taka 282.5, en það yrði bæting. Þristurinn (300 kg) verður að bíða betri tíma. Ég er eini maðurinn sem hefur verið með í öllum mótunum fimm. Ég hef unnið tvisvar. Tvisvar í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Vonandi verður gæfan með mér núna og ég nái að hirða gullið. Mætum öll á mótið sem verður haldið á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi 27. nóv og hefst kl. 3.00.

ÞESSI MAÐUR ER ENNÞÁ BESTI DEDDARI Í HEIMI, TIBOR FRÁ UNGVERJALANDI. HANN ER HEIMSMETHAFI Í DEDDI OG TAKIÐ EFTIR ÞYNGDINNI, SEM HANN ER AÐ REYNA VIÐ, 406.5 KG. HANN ER ALVEG SKAPAÐUR Í GREININA. LANGIR HANDLEGGIR, LANGT STERKT BAK OG KRUMLUR EINS OG ANDRÉS GUÐMUNSSON!
The image “http://www.powerlifting-ipf.com/pictures/meszaros_01_dl.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jú, það er hægt að senda comment. Því var hvíslað að mér í dag að ekki væri hægt að senda comment. Það er ekki rétt. Verð líka að endurtaka það sem ég sagði um afsakanir. Þetta var bara til gamans gert. Held að ég eigi eftir að verða frískur á mótinu og gera betur, en í gær

6:11 PM  

Post a Comment

<< Home