Sunday, November 07, 2004

Kolaportið

Það er allveg ótrúlegt að fara í Kolaportið. Í Kolaportinu ægir öllu saman, fólk af öllum litarháttum og öllum þjóðfélagsstigum. Meira að segja lyktin er ólýsanleg. Kaffistofan er bæði sjarmerandi og forljót í senn. Þar getur maður setið og fengið sér 200 kr. kaffi og horft á mannlífið. Þar sitja hlið við hlið, jafnvel við sama borð strætisróninn og framkvæmdarstjórinn og þar hitti ég fyrir nokkru Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra og hann átti ekki orð til að lýsa því hversu yndislegur þessi staður væri. Í Kolaportinu hitti ég kunningja minn Gulla. Gulli hefur verið Kolaportsdíler í nokkur ár og selur ýmislegt skran. Hann ásamt Jóni Leossyni Rotara héldu til Thailands fyrir nokkrum árum í leit að ævintýrum og konum, en enduðu síðan í sitthvoru prógramminu. Sennilega var þetta fyrsta alvöru ferðalag þeirra félaga út í heim, en þeir hófa í kjölfarið að nema thailensku, ensku og lærðu á tölvur. Þeir eiga nú nokkrar Thailandsferðir að baki og Rotarinn fer nú árlega til Thailands, þá nokkra mánuði í einu. Ég hitti Gulla úti á götu á Pattaya fyrir tveim árum, en þá var hann ásamt tælenskum kærasta sínum. Síðan þá hefur margt drifið á daganna og Gulli hefur hitt nýjann tælenskann strák. Gulli safnar nú fyrir næstu Thailansferð með sölumensku í Kolaportinu og með því að safna flöskum. Gulli sagði að myndartaka kostaði, en ég lofaði honum því að gefa honum myndirnar á disk, sem hann gæti gefið vinum sínum í Thailandi. Hann bað mig um að mynda sig við flöskutýnslu við tækifæri. Jón Rotari Leósson er komin í pásu og hættur að stunda viðskipti í Kolaportinu. Hann er sagður stunda nám í Thailensku. Jón Rotari fékk viðurnefni sitt, þegar hann var að vinna með okkur Herkules í öryggisvörslu í Perlunni, en hann var þar steinrotaður af einum ríkum góðglöðum tannlækni. Á rölti mínu í portinu hitti ég Logginn allan hrikalegan og hann sagðist vera að komast aftur í gott form, eftir að hafa skipulagt keppnina, Sterkasti maður heims fatlaðra. Hann var allveg til í að stilla sér upp fyrir myndatöku, meðan ég sagði honum frá deddmótinu. Ég skrapp svo á Glaumbar og kíkti á Man City-Man Utd, en hann fór markalaust jafntefli, sem eru góð úrslit fyrir Kevin Keegan. Á littla sjónvarpinu sá ég Newcastle bíða afhroð gegn Fulham, allveg hrikalega ósanngjörn úrslit, því Newcastle spilaði flottan sóknarleik. Nú gæti skyndilega farið að hitna undir jánkarlinum Souness.

Gulli
Frá Gullabás
Úr portinu
Úr portinu
Loggurinn
Úr portinu
Kaffistofan
Ein Tælensk
Úr portinu
Takk fyrir komuna
Glaumbar
Glaumbar
Glaumbar
Newcastle-Fulham 1-4

0 Comments:

Post a Comment

<< Home