Monday, November 01, 2004

Æfing dagsins

Ég vaknaði frekar slappur, hélt að ég væri að veikjast og hringdi strax í tannlæknirinn minn og afboðaði tímann sem átti að vera kl 1.00. Vissi ekki hvernig ég hefði komið út úr Nesjavallagleðinni. Út úr fríska loftinu og léttu bjórþambi bæði á föstudaginn og laugardaginn. Ákvað samt að druslast í Félagsliðann kl 2.00. Sat þar í þrjá tíma og reyndi að halda andlitinu. Það er búið að setja próf á miðvikudaginn. Kaffið hjá Mími er mjög gott og því náði ég að hressast smá. Ég mætti svo á æfingu uppúr kl 5.00. Bjóst ekki við neinu. Ætlaði kanski í 240 kg af gólfi, en taka svo meira á föstudaginn. En einhvernveginn náði Kári að æsa mig upp, þannig að ég tók það sama og hann, en hann var reyndar á búkka, þannig að ég neyddist til að repsa 260 kg x 3. Auðvitað þurfti ég að skella smá, en ég hef víst oft skellt meira. Þetta er listabæting og eflaust er þetta lika all-time bæting hjá mér, ef ég lít á þetta þannig. 162,5 x 2 af búkka þarna um árið er auðvitað betra, en ég á 280 best á móti, þannig að ég er bjartsýnn á að taka 290 kg á Íslandsmótinu. Annars voru miklar bætingar í gymminu. Kanski kom Skaga-Jakob með andann, en hann birtist í gymminu eftir að hafa tekið yfir Íslandsmeti á æfingu í dag uppí Gym 80. Hann tók víst 245 kg í slopp, sem er yfir Íslandsmeti Baldvins Bekks í 110 kg flokki, en Kobbi er víst 108 kg. Jæja, Sigfús Fúsdal bætti sig í bekk, tók 200-215-220 kg,.sem er bæting eg er hann til alls líklegur. Bjarki Geysir tók 175 kg slopplaust, sem er bæting. Hann er í góðum fíleng, enda á leiðina á ensku ströndina í 30 stiga hita. Kári tók 260 kg af búkka eins og áður sagði.

Verð að dedda 300 kg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home