Tuesday, October 26, 2004

Vandræði með myndir

Voðalega pirrandi, þegar maður getur ekki sett myndir inn með góðu móti, er að vinna í þessu. Ætla að kíkja í bæinn, nánar tiltekið niðrá Súffista, til að lesa erlendu pressuna og sjá hvort Eiður Smári hafi ekki verið kosinn maður leiksins í blöðum eins og Daily Mirror og News of the World. Veit ekki með æfinguna. Held að ég hafi náð mér í einhverja pest, loksins þegar ég er kominn í vakrarfrí. Get ekki einu sinni veikst, þegar ég á að vinna. Nota aldrei veikindadagana, því miður. Var aðeins að velta fyrir mér Íraks-blóðbaðinu. Hvað myndi gerast ef vestrænir fjölmiðlar væru ekkert að birta fréttir af gíslatökum og hryðjuverkamönnum. Myndir og viðtöl við gísla, hryðjuverkamenn og arabíska glæpamenn fara væntanlega flest í gegnum Al-Jazeera. Ef þessar myndir kæmi okkur ekki fyrir sjónir, værum við ekkert að velta þessu fyrir okkur. Hryðjuverkamennirnir nota Al-Jazeera, CNN og hvað þetta heitir allt saman. Stríð, mannrán eru daglegur viðburður um allan heim. Í Suður Ameríku er þetta orðin listgrein. Afríka logar öll í ófriði, en við vitum varla hvað löndin heita. Darfur er á stærð við nokkur Evrópulönd, en er bara hérað í Súdan. Er það ekki annars?
The image “http://ai.eecs.umich.edu/people/dreeves/misc/osama.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Lestu & horfðu á Al-Jazeera?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home