Thursday, October 21, 2004

Sveinn Ingi

Ég gerði það að gamni mínu að rifja upp örstuttan íþróttaferil Ríkharðs Sveinssonar skákdómara, sem hefur ekki ennþá þurft að snara óþekkum krökkum á barnaskákmótum, svo vitað sé. Bróðir hans Sveinn Ingi Sveinsson æfði hins vegar lyftingar í nokkur ár, bæði hefbundnar lyftingar og svo bekkpressu, en hnébeygjur og réttstöðulyftu æfði hann ekkert sérstaklega svo vitað sé. Sveinn æfði í Borgartúni, hjá Finni Karlssyni í nokkur ár og sagt er að hann hafi tekið 205 kg í bekkpressu, sem var heljarinnar þyngd á þeim tíma í kringum 1988, en hann keppti aldrei í bekkpressu fyrr en í einhverju litlu móti í Orkulind, löngu seinna, en þá var hann ekki svipur hjá sjón. Sveinn hefur starfað sem lögreglumaður og geðdeildarfulltrúi, en er nú menntaður stærðfræðingur og kennari. Ekki veit ég hvort Sveinn taki mikið á því þessa daganna, en hann náði sér ágætis konu og samtals eiga þau slatta af afkomendum. Sveinn Ingi stundar hins vegar frímerkjasöfnun og trjárækt af kappi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home