Wednesday, October 20, 2004

Hver er maðurinn?

Í tilefni af því að bæði pistlar og myndir af Stevegym vefnum hafa ratað inn á síðuna forvitni.net, rifjaðist það upp að ein mynd af mér rataði eitt sinn á spjallvef skákmanna, eða réttara sagt útidúr frá þeim vef, sem kallast gjallarhornið. Á skákhorninu/gjallarhorninu skapast oft heitar umræður og frægt er þegar Torfi Stefánsson fyrrum prestur og Sævar Bjarnason geðdeildarfulltrúi áttu í svo heiftarlegum ritdeilum að fjölmiðill eins og Séð og Heyrt sá sig knúin til, að birta um það frétt. Ríkharður Sveinsson alþjóðlegur skákdómari og fyrrum Íslandsmeistari í snörun unglinga í lyftingum (held að Ríkharður hafi snarað 60 kg, en fékk silfur í jafnhendingu og samanlögðu í unglingaflokki) ákvað að bregða á leik og spurði: Hver er maðurinn?
http://gjallar.hornid.com/cgi-bin/index.pl/?read=9086
Ef menn vilja kynna sér umræður skákmanna frekar, þá mæli ég með:
http://www.skak.hornid.com/
http://gjallar.hornid.com/
http://www.ruv.is/skak

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eru ekki þessir skákmenn flestir gay?

9:19 PM  

Post a Comment

<< Home